Upplýsingar um hátíðina

Meðfylgjandi eru upplýsingar fyrir keppendur um allar greinar hátíðarinnar og eru þeir hvattir til að kynna sér þær mjög vel. Einnig fylgja upplýsingar fyrir þátttakendur í Vesturgötuhjólreiðunum (XCM) en eins og flestir vita þá er keppnin hluti af Íslandsmeistaramótinu í maraþonfjallahjólreiðum.

Skráningarskrifstofan Austurvegi 2 Ísafirði opnar á morgun, fimmtudag klukkan 12.00 og verður opin til klukkan 16.00 en klukkan 17.00 verðum við í íþróttahúsinu í Bolungarvík og verður þar hægt að skrá sig og sækja gögn fyrir Skálavíkurhjólreiðar og Skálavíkurhlaup.