Sjósundinu var bætt við greinar hátíðarinnar árið 2011 og er þetta því í fimmta sinn sem keppt verður í þeirri grein. Árið 2014  var í fyrsta skipti keppt í flokkum, þe sér flokkur fyrir þá sem synda í galla og sér fyrir þá sem kjósa að synda í sundfötum. Þrátt fyrir að þátttaka hafi verið dræm síðustu ár gefumst við ekki upp og mun flokkaskiptingin vera sú sama í ár.  Synt verður á Pollinum í Skutulsfirði. Keppt verður í tveimur vegalengdum, 500m og 1500m.  Fyrri vegalengdin er einnig hluti af þríþraut hlaupahátíðarinnar.

Athugið að aldurstakmark í sjósundið er 16 ára

Stutt leiðarlýsing

Ræst verður í fjöru siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, rétt við hliðina á Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað. Komið verður fyrir baujum sem merkja kepnisleiðirnar. Synt verður út frá aðstöðu Sæfara og að bauju sem er í 250m fjarlægð. Synt sömu leið til baka. Keppendur í 500m fara einn hring en keppendur í 1500m fara 3 hringi.

Það verður startað í fjörunni og þeir keppendur sem fara 1500m þurfa ekki að koma upp úr sjónum eftir hvern hring.