Almennar upplýsingar

SKRÁNINGAMIÐSTÖÐIN

Afhending keppnisgagna fer fram í skráningamiðstöðinni en einnig verður hægt að nálgast keppnisgögn á keppnisdeginum sjálfum í hverri grein fyrir sig, um það bil einni klst fyrir rástíma/rútuferðir.

Staðsetning:

Austurvegur 2, 400 Ísafjörður

Opnunartímar:

11:00-17:00 Fimmtudagur 18. Júlí
10:00-19:00 Föstudagur 19. Júlí

  • Engir þátttökuverðlaunapeningar verða og eru það umhverfissjónarmið sem ráða því.
  • Fyrir fyrstu þrjá í hverri grein, óháð aldri, verða veitt verðlaun frá 66 gráður norður ásamt verðlaunum sem eru framleidd eða nýtast á Vestfjörðum.
  • Margvísleg og glæsileg útdráttarverðlaun og verður dregið fyrir hátíðina og verða þau afhent keppendum um leið og þeir sækja gögnin sín

Hægt er að lesa nánar um hvenær rútur fara inn á hverri keppnisgrein fyrir sig.