Í ár (2019) verður ein ný keppnisgrein á hlaupahátíðinni en það eru Skálavíkurhjólreiðar sem verða haldnar fimmtudaginn 18. júlí samhliða Skálavíkurhlaupinu.  Annars verður dagskráin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár en ef einhverjar nýjungar/breytingar verða þá verða þær kynntar vel.

Við gætum þurft að vera með fjöldatakmarkanir í 24 og 10 km Vesturgötuhlaupinu og því hvetjum við keppendur til að skrá sig sem fyrst, við munum láta vita af því fljótlega en það byggist aðallega á því að við erum háð rútum í þessar leiðir og ekki allar rútur sem komast þessa leið. Einnig erum við að íhuga að hafa tímamörk í 45 km Vesturgötuhlaupinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun enn með það.