Keppnisgreinar verða þær sömu og þær voru í fyrra en þá bættum við Skálavíkurhjólreiðum við sem við vonumst til að fleiri taki þátt í á þessu ári.

Fjöldatakmörkun er í 10 km Vesturgötuhlaupið og er það vegna þess hve fáar rútur komast þessa leið og einnig býður vegurinn ekki upp á mikla umferð meðan á keppni stendur. Í 24 km Vesturgötuhlaupinu er í raun ekki fjöldatakmörkun en þá þurfa keppendur sjálfir að koma sér í startið þegar rútupláss eru búin.