Í ár (2018) ætlum við að bæta við einni keppnisgrein við hlaupahátíðina en það er Skálavíkurhlaup sem verður haldið fimmtudaginn 12. júlí og hefst klukkan 20.00 í Skálavík. Annars verður dagskráin eins og undanfarin ár nema að við höfum seinkað aðeins startinu í 10 km Arnarnesi og gerum við það eftir ábendingar frá hlaupurum í 21,1 km. Við sjáum hvernig það kemur út og tökum svo ákvörðun eftir hlaupið hvernig hefur tekist til.

Við gætum þurft að vera með fjöldatakmarkanir í 24 og 10 km Vesturgötuhlaupinu og því hvetjum við keppendur til að skrá sig sem fyrst, við munum láta vita af því fljótlega en það byggist aðallega á því að við erum háð rútum í þessar leiðir og ekki allar rútur sem komast þessa leið. Einnig erum við að íhuga að hafa tímamörk í 45 km Vesturgötuhlaupinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun enn með það.