Keppnisgreinar verða þær sömu og undanfarin ár, byrjum á Skálavíkinni á fimmtudag og endum í Vesturgötuhlaupinu á sunnudeginum.

Margnota glös

Það verða engin glös á drykkjarstöðvum í utanvegahlaupunum og hjólreiðunum og hvetjum við þátttakendur til að eignast margnota glas sem hægt er að kaupa í einhverjum hlaupavöruverlsunum á landinu, ma í Sportvörum.

Skyldubúnaður

Í lengsta utanvegahlaupinu, 45 km Vesturgötuhlaupi verður skylda að hafa jakka meðferðis ( í bakpoka ) og álteppi. Veður getur breyst mjög hratt og hækkunin í 45 km Vesturgötu er það mikil að veðrið getur breyst mikið á leiðinni. Í hinum utanvegahlaupunum hvetjum við þátttakendur til að huga vel að eigin öryggi og vera frekar betur búin en hitt.

Fjöldatakmarkanir

Fjöldatakmörkun er í 10 og 24 km Vesturgötuhlaupinu og er það vegna þess hve fáar rútur komast þessar leiðir og einnig býður vegurinn ekki upp á mikla umferð meðan á keppni stendur.