Sjósund 500m

Ráslína

Sæfari, Ísafirði

Hækkun

0m

Dagsetning

16:00, 19.júlí 2024

Brautarmet KK

00:05:46
Bjarki Freyr Rúnarsson
2023

Brautarmet KVK

00:06:46
Rannveig Guicharnaud
2023

Um keppnina

Ræst verður í fjöru siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, rétt við hliðina á Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað. Komið verður fyrir baujum sem merkja keppnisleiðina. Synt verður út frá aðstöðu Sæfara og að bauju sem er í 250m fjarlægð. Synt sömu leið til baka. Kayakar og kafarar verða á staðnum og fylgja keppendumm en einnig motorbátur frá Björgunarfélaginu. Við tímatöku verður notast við flögukerfi og þurfa keppendur að festa flöguna við hægri fót sinn. Þeir sem taka þátt í þríþrautinni nota sömu flögu í allri þrautinni og því verða þeir að passa vel upp á flöguna sína.
Almennar upplýsingar

Við startið er búningaaðstaða en leyft er að synda í blautbúningi. Keppendur fá hressingu eftir keppnina og komast í sturtu í aðstöðu Sæfara við markið

Synt verður út frá aðstöðu Sæfara og að bauju sem er í 250m fjarlægð. Synt sömu leið til baka.

Kayakar og kafarar verða á staðnum og fylgja keppendum en einnig motorbátur frá Björgunarfélaginu.

Keppnin er í fjörunni við siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, rétt við hliðina á Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað

Keppendum verður boðið upp á drykki frá Ölgerðinni og vatn að loknu sundi

16 ára

Innsýn í stemninguna

Myndir úr fyrri keppnum

Skilaboð frá keppendum

„Sjósundið á Hlaupahátíðinni stendur uppúr hjá mér, stutt, skemmtilegt og hentar bæði nýgræðingum og reynsluboltum. Gott utanumhald og alltaf stutt í næsta kajakræðara sem vísar veginn.”
Elena Dís Víðisdóttir
„500m sjósundið er frábært fyrir þau sem eru að "synda sín fyrstu skref" í sjósundsenunni. Mjög gott skipulag og margir bátar sem fylgja sundfólki.”
Þorsteinn Másson