Utanbrautarhlaup – 7 km

Ráslína

Skíðagönguskálinn á Seljalandsdal

Hækkun

72

Dagsetning

19:30, 19.júlí 2024

Brautarmet KK

00:26:16
Guðmundur Kári Þorgrímsson
2024

Brautarmet KVK

00:32:46
Hugrún Elvarsdóttir
2023

Um keppnina

Þetta er nokkuð auðveld braut með mikilli lækkun og hentar því flestum þátttakendum. Hlaupið verður frá gönguskíðasvæði Ísafjarðarbæjar (Seljalandsdal) þar sem farið verður eftir hjóla og göngustígum í nágrenni við Seljalandsveg. Einnig verður hlaupið á varnargörðum ofan við Ísafjarðarbæ. Utanbrautarhlaupið sameinast Óshlíðarhlaupinu á hringtorginu þegar um það bil einn km er eftir í markið en hlaupið endar á Silfurtorgi.
Almennar upplýsingar

Engin drykkjarstöð, enda verður þetta fljótt afstaðið en í markinu er boðið upp á súkkulaði, kringlur, banana, vatn og Collab Hydro orkudrykk.

12 ára

Keppendur eiga að setja það sem þeir vilja að verði farið með í markið í bíl sem verður við startið og verður því komið í markið

12 ára á árinu

Innsýn í stemninguna

Myndir úr fyrri keppnum

Skilaboð frá keppendum

„Utanvegarhlaupið er hrikalega skemmtileg leið sem hentar öllum. Maður lifandi útsýnið! Hvað keyrir mann meira áfram en útsýni yfir spegilsléttan pollinn á sumarkvöldi í frábærum félagsskap. Ég mæli hiklaust með þessu hlaupi og að enda í einum ísköldum ölsen við endamarkið á veitingastaðnum LOGN."
Tinna Rún Snorradóttir
„Utanbrautarhlaupið er skemmtileg leið þar sem er hægt að láta sig gossa niður og njóta útsýnisins yfir Ísafjörð. Svo er gaman að koma í mark á torginu þar fullt af fólki tekur á móti manni með stemmingu og fjöri."
Hafdís Gunnarsdóttir