45 km – Tvöföld Vesturgata

Ráslína

Íþróttahúsið á Þingeyri

Hækkun

1000

Dagsetning

08:00, 20. júlí 2024

Brautarmet KK

02:54:01
Kári Steinn Karlsson
2016

Brautarmet KVK

04:04:55
Rannveig Oddsdóttir
2022

Um keppnina

Hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem gjarnan er kenndur við Sléttanes eða Svalvoga, stundum kallaður Fjallaskagi en kannski oftast nefndur Vestfirsku alparnir. Fyrir skagann er enginn þjóðvegur en þar er stórmerkilegur og löngu landsþekktur ýtuvegur, einkaframtak Elísar Kjaran á áttunda áratugnum. Rásmark í tvöfaldri Vesturgötu er á Þingeyri. Þaðan verður hlaupið inn Kirkjubólsdal og upp á Álftamýrarheiði. Efsta brún hennar er í 544 m hæð en háheiðin er þó ekki nema nokkrar bíllengdir að lengd. Lækkun hefst því strax aftur og liggur leiðin niður Fossdal að sjó í Arnarfirði og stuttan spöl út að næsta dal, Stapadal. Fyrir neðan Stapadalsbæinn er rásmark í heilli Vesturgötu. Þaðan liggur leið hlaupara úr báðum þessum vegalengdum eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal og áfram fyrir Sléttanes að Svalvogum. Nálægt Svalvogum er rásmark í hálfri Vesturgötu. Þaðan er hlaupið að Dýrafjarðarmynni, eftir syllunni í Hrafnholunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörinn að Sveinseyri. Þar er endamark í öllum hlaupunum. Hlaupið er niður brekku í lokin þannig að allir koma í mark af mikilli reisn. Endamark hlaupsins er á Sveinseyri sem er í nokkra km fjarlægð frá Þingeyri. Þar bíða keppenda bæði drykkir og léttar veitingar. Rútur selflytja keppendur eftir þörfum inn á Þingeyri.
Almennar upplýsingar
  • Eftir um það bil 6 km, Kirkjubólsdalur
  • Eftir um það bil 15 km, í Kvennaskarðinu
  • Eftir um það bil 21 km, Stapadal við 24km rásmarkið
  • Eftir um það bil 26 km, Lokinhamradalur
  • Eftir um það bil 32 km, Sléttanes
  • Eftir um það bil 39 km, í mynni Keldudals
  • Eftir um það bil 43 km

 

Á drykkjarstöðvum verður boðið upp á Gateorate orkudrukk frá Ölgerðinni og vatn.

ATH að keppendur þurfa að vera með sitt eigið glas.

Hér er hægt að skoða leiðina

Keppendum er bent á að kynna sér vel hlaupaleiðina. Brautarverðir verða á þeim stöðum sem gatnamót.

Keppendur eiga að setja það sem þeir vilja að verði farið með í markið í bíl sem verður við startið og verður því komið í markið.

Þeir sem að vilja fá drykk á drykkjarstöð verða að vera með margnota glas.

16 ára

Innsýn í stemninguna

Myndir úr fyrri keppnum

Skilaboð frá keppendum

„45 km Vesturgatan er skemmtilegt en krefjandi hlaup í fallegu landslagi. Toppinum er svo náð þegar að maður kemur í mark á sveinseyri og fær kleinur og allskyns gott."
Jakob Daníelsson
„Vesturgatan er frábært hlaup. Ég hef prófað allar vegalengdir en ég hef þrisvar tekið þátt í 45 km og er sú vegalengd í uppáhaldi. Hlaupið býður upp á stórfenglegt ferðalag um vestfirska náttúru."
Katrín Sif Kristbjörnsdóttir
„45 km Vesturgata býður upp á allt sem náttúruunnendur leita eftir; fallega náttúru, stórkostlega hlaupaleið og skemmtilega stemningu í vestfirsku ölpunum. Það er mjög vel staðið að öllu og svo er ekki slæmt að hlaupa þar sem lognið á heima. Þetta er hlaup sem allir ættu að fara í a.m.k. einu sinni."
Óskar Jakobsson