Skálavíkurhjólreiðar verða haldnar í fyrsta sinn árið 2019 og verðu þær hadnar samhliða Skálavíkrhlaupinu eða fimmtudaginn 18. júlí og hefjast þær klukkan 20.00. Ein vegalengd er í boði:

Skálavík – Bolafjall – Bolungarvík sem er 19 km

Skráning er í fullum gangi á hlaupahatid.is og verður opið fyrir hana til hádegis miðvikudaginn 17. júlí en einnig verður hægt að skrá sig í íþróttahúsinu í Bolungarvík fimmtudaginn 18. júlí frá klukkan 17-19.

Ekki verður boðið upp á að hjól verði ferjuð yfir til Skálavíkur þar sem erfitt er að flytja hjól um langan veg án þess að eiga í hættu að þau rispist eða skemmist.

Markið verður við Sundlaugina í Bolungarvík og verður öllum þátttakendum boðið í sund eftir hlaupið og mun verðlaunaafhendingin einnig fara fram þar.