Skálavíkurhjólreiðar voru haldnar í fyrsta sinn árið 2019 og tókust með ágætum þó svo að keppendur hefðu alveg mátt vera fleiri.

Ótrúlega falleg leið og yfirleitt kindur með lömb á hverju strái. Byrjað er við tjaldsvæðið í Skàlavík en þar byrjar fljótlega létt hækkun með beinum kafla þar til hlaupið er framhjá sumarhúsunum. Þegar komið er fram hjá þeim kemur lítileg brekka niður à við, vegurinn er svolítið laus í sér með smá holum þannig gott að vera í utanvegaskóm. Eftir niðurbrekkuna kemur strax brekka upp à við með nokkrum hæðum en þegar komið er vel inn í vikina er örlítil niður brekka til að létta aðeins à púlsinum fyrir Skàlavíkurbrekkuna miklu. Þà kemur stífur kafli upp à við með töluverðri hækkun. Þegar komið er upp þann bratta lendir maður á flata þar sem hægt er að velja leiðina upp á Bolafjall þar sem hlaupið er sik sak upp á Bolafjall, ekki mikill bratti í einu upp á Bolafjallið, frekar aflíðandi brekka en gæti verið lausamöl. Svo er ferðinni heitið niður á við þar sem flogið er niður brekkuna alveg að sveitabænum í Tungu. Svo er komið á malbik og ljúf leið í bæinn, smá brekka uppá við þegar kemur að skôgræktinni en hjólað er í gegnum hana og svo sem leið liggur að Íþróttahúsinu þar sem markið er.  

Rástími

  • Skálavík kl. 19.40, keppendur koma sér sjálfir til Skálavíkur
  • Ekki verður boðið upp á að hjól verði ferjuð yfir til Skálavíkur þar sem erfitt er að flytja hjól um langan veg án þess að eiga í hættu að þau rispist eða skemmist

Skyldubúnaður

  • Margnota glas eða brúsi
  • Hjálmur

Drykkjarstöðvar

  • Efst á heiðinni áður en lagt er ef stað upp á Bolafjall um það bil 6 km frá rásmarkinu
  • Á toppi Bolafjalls um það bil 9,5 km frá rásmarkinu
  • Þegar komið er niður af Bolafjalli um það bil 13 km frá rásmarkinu

Á drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Gatorade orkudrykk frá ölgerðinni og vatn. Athugið að keppendur verða sjálfir að vera með sitt glas. Eftir hjólið verður keppendum boðið í sund og mun verðlaunaafhending fara fram á sundlaugarsvæðinu. Þar verður boðið upp á veitingar, ma drykki frá Ölgerðinni, banana, súkkulaði og aðra orku