Skálavíkurhjólreiðar voru haldnar í fyrsta sinn árið 2019 og tókust með ágætum þó svo að keppendur hefðu alveg mátt vera fleiri. Við höldum óhrædd áfram og verða þær haldnar samhliða Skálavíkrhlaupinu eða fimmtudaginn 15. júlí og hefjast klukkan 19.40. Ein vegalengd er í boði:

Skálavík – Bolafjall – Bolungarvík sem er 19 km

Skráning er í fullum gangi á hlaupahatid.is og verður opið fyrir hana til miðnættis mánudagsins 12. júlí en ekki verður hægt að skrá sig eftir þann tíma.

Ekki verður boðið upp á að hjól verði ferjuð yfir til Skálavíkur þar sem erfitt er að flytja hjól um langan veg án þess að eiga í hættu að þau rispist eða skemmist.

Markið verður við Sundlaugina í Bolungarvík og verður öllum þátttakendum boðið í sund eftir hlaupið og mun verðlaunaafhendingin einnig fara fram þar.