Vesturgötuhjólreiðar/ Svalvogshjólreiðar 55 km

Ráslína

Íþróttahúsið á Þingeyri

Dagsetning

10:00, 20.júlí 2024

Hækkun

560m

Brautarmet KK

02:02:13
Ingvar Ómarsson
2021

Brautarmet KVK

02:34:08
Ágústa Edda Björnsdóttir
2021

Um keppnina

Hjólað er frá Þingeyri að flugvellinum í Dýrafirði og síðan inn Kirkjubólsdal, yfir Álftamýrarheiði í 544 m hæð áður en haldið er eftir langri, grófri en nokkuð beinni brekku niður Fossdal að sjó í Arnarfirði. Athugið að framarlega í Fossdal, skömmu áður en komið er niður að sjó, eru vegamót. Þar eiga keppendur að beygja til hægri, út fjörðinn. Frá Fossdal liggur leiðin yfir í Stapadal og síðan eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal, áfram fyrir Sléttanes að Svalvogavita, eftir syllunni í Hrafnhólunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörðinn að Þingeyri aftur og í mark við sundlaugina. Athugið að undirlagið er gróft og því nauðsynlegt að vera á góðum dekkjum.
Almennar upplýsingar

Á leiðinni eru tvær á drykkjarstöðvar en keppendum er bent á að taka með sér orku til að hafa meðferðis

  • Eftir um það bil 12km, upp i skarði
  • Eftir um það bil 35km, út á nesi

Á drykkjarstöðvum verður boðið upp á Collab hydro orkudrykk frá Ölgerðinni og vatn.

ATH að keppendur þurfa að vera með sitt eigið glas.

Brautin verður vel merkt en við viljum biðja keppendur að fara varlega þegar hlaupið er um Óshlíðarveg.

Keppendum er bent á að kynna sér vel hlaupaleiðina, hún er vel merkt með gulum merkingum. Brautarverðir verða á þeim stöðum sem gatnamót eru, leiðbeina keppendum og stoppa umferð.

Rútur fara frá Aðalstræti 20, Ísafirði kl. 18.15

Keppendur eiga að setja það sem þeir vilja að verði farið með í markið í bíl sem verður við startið og verður því komið til baka inn á Ísafjörð við markið.

  • Hjálmur
  • Þeir sem að vilja fá drykk á drykkjarstöð verða að vera með margnota glas.

16 ára

Innsýn í stemminguna

Myndir úr fyrri keppnum

Skilaboð frá keppendum

“Vesturgatan er ein skemmtilegasta hjólakeppni sem ég hef tekið þátt í. Það er einstök upplifun að klífa Kirkjubólsdalinn og þjóta svo niður Fossdalin umvafinn stórbrotinni náttúru! ”
Halldóra Gísladóttir
“A review from a customer who benefited from your product. Reviews can be a highly effective way of establishing credibility and increasing your company's reputation.”
Ingvar Ómarsson
“A review from a customer who benefited from your product. Reviews can be a highly effective way of establishing credibility and increasing your company's reputation.”
María Ögn Guðmundsdóttir