Skálavíkurhlaupið var haldið í fyrsta sinn árið 2018 og tókst það mjög vel. Í ár verður hlaupið haldið fimmtudaginn 15. júlí og hefst klukkan 20.00 í Skálavík. Hægt verður að velja um tvær vegalengdir:
Skálavík – Bolungarvík sem er 12 km
Skálavík – Bolafjall – Bolungarvík sem er 19 km
Skráning er í fullum gangi á hlaupahatid.is og verður opið fyrir hana til miðnættis mánudaginn 12. júlí en ekki verður hægt að skrá sig eftir þann tíma. Rúta fer frá íþróttahúsinu í Bolungarvík í startið klukkan 19.15.
Markið verður við Sundlaugina í Bolungarvík og verður öllum þátttakendur boðið í sund eftir hlaupið og mun verðlaunaafhendingin einnig fara fram þar.