Hækkun 380 m

Ótrúlega falleg leið og yfirleitt kindur með lömb á hverju strái. Byrjað er við tjaldsvæðið í Skàlavík en þar byrjar fljótlega létt hækkun með beinum kafla þar til hlaupið er framhjá sumarhúsunum. Þegar komið er fram hjá þeim kemur lítileg brekka niður à við, vegurinn er svolítið laus í sér með smá holum þannig gott að vera í utanvegaskóm. Eftir niðurbrekkuna kemur strax brekka upp à við með nokkrum hæðum en þegar komið er vel inn í vikina er örlítil niður brekka til að létta aðeins à púlsinum fyrir Skàlavíkurbrekkuna miklu. Þà kemur stífur kafli upp à við með töluverðri hækkun. Þegar komið er upp þann bratta lendir maður á flata þar sem hægt er að velja leiðina upp á Bolafjall en þar skilja leiðir hlaupara sem ætla halda áleiðis í 19 km leiðina. Svo er ferðinni heitið niður á við þar sem flogið er niður brekkuna alveg að sveitabænum í Tungu. Svo er komið á malbik og ljúf leið í bæinn, smá brekka uppá við þegar kemur að skôgræktinni en hlaupið er í gegnum hana og svo sem leið liggur að Íþróttahúsinu þar sem markið er.  

Eftir hlaupið verður keppendum boðið í sund og mun verðlaunaafhending fara fram á sundlaugarsvæðinu. Þar verður boðið upp á drykki frá Ölgerðinni, banana, súkkulaði og aðra orku.

Drykkjarstöðvar

  • Efst á heiðinni ca. 6 km

Á drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Isotonic orkudrykki frá Bætiefnabúllunni og vatn. Athugið að keppendur verða sjálfir að vera með sitt glas.

Rástími

  • Hlaupið hefst í Skálvík kl 20.00 
  • Rútur fer frá Íþróttahúsinu í Bolungarvík kl 19.15 

Skyldubúnaður

  • Margnota glas

Aldurstakmarkanir

  • 13 ára

Á drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Gatorade orkudrykk frá ölgerðinni og vatn. Athugið að keppendur verða sjálfir að vera með sitt glas. Eftir hlaupið verður keppendum boðið í sund og mun verðlaunaafhending fara fram á sundlaugarsvæðinu. Þar verður boðið upp á veitingar, drykki frá Ölgerðinni, banana, súkkulaði og aðra orku

https://itra.run/Races/RaceDetails/Hlaupah%C3%A1t%C3%AD%C3%B0.%C3%A1.Vestfj%C3%B6r%C3%B0um.Sk%C3%A1lav%C3%ADkurhlaup.12km/2022/80171

Horft niður í Skálavíkina
Horft niður til Bolungarvíkur
Á leiðinni niður í átt að Bolungarvík
Nokkrar mínútur í mark