Hækkun 400 m

Hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem gjarnan er kenndur við Sléttanes eða Svalvoga, stundum kallaður Fjallaskagi en kannski oftast nefndur Vestfirsku alparnir. Fyrir skagann er enginn þjóðvegur en þar er stórmerkilegur og löngu landsþekktur ýtuvegur, einkaframtak Elísar Kjaran á áttunda áratugnum.

Rásmakir í heilli Vesturgötu er rétt neðan Stapadalsbæinn. Þaðan liggur leið hlaupara úr báðum þessum vegalengdum eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal og áfram fyrir Sléttanes að Svalvogum. Nálægt Svalvogum er rásmark í hálfri Vesturgötu. Þaðan er hlaupið að Dýrafjarðarmynni, eftir syllunni í Hrafnholunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörinn að Sveinseyri. Þar er endamark í öllum hlaupunum. Hlaupið er niður brekku í lokin þannig að allir koma í mark af mikilli reisn.

Endamark hlaupsins er á Sveinseyri sem er í nokkra km fjarlægð frá Þingeyri. Þar bíða keppenda bæði drykkir og léttar veitingar. Rútur selflytja keppendur eftir þörfum inn á Þingeyri.

Myndir, fróðleikur og frásögn Stefáns Gíslasonar af hlaupinu árið 2009

Drykkjarstöðvar

  • Eftir um það bil 6 km, Lokinhamradalur
  • Eftir um það bil 12 km, Sléttanes
  • Eftir um það bil 18 km, í mynni Keldudals
  • Eftir um það bil 22 km

Á drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Gatorade orkudrykk frá ölgerðinni og vatn. Athugið að keppendur verða sjálfir að vera með sitt glas

Rástími

  • Hlaupið hefst kl 11.00 í Stapadal í Arnarfirði
  • Rútur fara frá Íþróttahúsinu á Þingeyri kl. 9.00 mæting er kl. 8.45
  • Hægt er að skilja auka föt (í töskum) eftir í rútunni

Skyldubúnaður

  • Margnota glas
  • Ef eitthvað bjátar á mun fulltrúi heimamanna reka lestina á bíl, til öryggis fyrir okkur hlauparana. Að vanda skal þó tekið fram að keppendur eru á eigin ábyrgð í hlaupinu

Aldurstakmarkanir

  • 16 ára

https://itra.run/Races/RaceDetails/Hlaupah%C3%A1t%C3%AD%C3%B0.%C3%A1.Vestfj%C3%B6r%C3%B0um.Vesturgata/2023/82737

Hlaupið rétt að byrja
Markið