Skemmtihjólreiðar

Skemmtihjólreiðar hefjast kl. 10.15 en þar er hjólað kringum Sandafellið sem er um 8 km löng leið. Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu á Þingeyri, hjólað sem leið liggur inn fjörðinn. Fljótlega er beygt til hægri og hjólað upp hálsinn. Þar er farið niður brekku, beygt til hægri, farið kringum Sandafellið og komið aftur inn á Þingeyri. Leiðin verður vel merkt og brautarverðir á staðnum. Allir þátttakendur fá þátttökupening en einnig eru veglegir verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Athugið að aldurstakmark í skemmtihjólreiðarnar er 10 ár nema ef viðkomandi er í fylgd með fullorðnum.

Ekkert þátttökugjald er í skemmtihjólreiðunum

Skemmtiskokk

Líkt og undanfarin ár verður hægt að velja um tvær vegalengdir í skemmtiskokkinu. Fyrir þau yngstu verður hægt að hlaupa 1-2 km en einnig verður hægt að hlaupa 4 km en það er meira hugsað fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að hlaupa og treysta sér ekki í lengra hlaup.

Skemmtiskokkið hefst kl.11.15

Ekkert þátttökugjald er í skemmtiskokkinu