Hlaupahátíð 2019 lokið

Þá er hlaupahátíðinni lokið og tókst hún vægast sagt mjög vel. Veðrið lék við okkur alla dagana og metþátttaka var í mörgum greinum en alls voru um 600 einstaklingar sem skráðu sig til keppni en margir voru að keppa í fleiri en einni grein.

Öll úrslit eru komin inn á heimasíðuna okkar en einnig koma þau beint inn á timataka.net líkt og undanfarin ár

Við þökkum öllum styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn og einnig þökkum við öllum þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu okkur við hátíðina í ár, án ykkar væri þessi hátíð ekki það sem hún er.

Keppendum og fjölskyldum þeirra þökkum við fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur á Hlaupahátíð á Vestfjörðum 16-19 júlí 2020