Skráning og afhending gagna

Á morgun verðum við í Craftsport frá klukkan 12-18 og þar er hægt að skrá sig eða sækja gögn. Á laugardag flytjum við okkur yfir á Þingeyri þar sem verður opið frá 9 og fram eftir degi. Svipað verður upp á teningnum á sunnudag, verðum á staðnum frá 7.30 og þar verður hægt að nálgast gögn og jafnvel skrá.

ATHUGIÐ að það er orðið fullt í 24 km en við tökum við fólki á biðlista á hlaupahatid@hlaupahatid.is og sjáum hvað við getum gert. Erum að athuga með hvernig rúturnar standa og hvað við getum tekið við mörgum áður en það fer að bitna á gæðum hátíðarinnar.

Öll úrslit eru “live” og verða aðgengileg hér um leið og keppendur skila sér í mark í hverri grein