Hlaupahátíðinni lokið

Þá er hátíðin afstaðin þetta árið, metþáttaka var í nánast öllum greinum og mikil og góð stemning. Verðið sýndi okkur að það getur breyst á svipstundu og fengum við aldeilis að finna fyrir því í gær þegar Vesturgötuhlaupið var.  Smávægileg seinkun varð á startinu í 24 og 10 km í gær og biðjumst við velvirðingar á því n við vonum að allir hafi verið í glaðir í lokin þrátt fyrir allt.

Öll úrslit eru komin inn á www.timataka.net/hlaupahatid2017 og fullt af myndum inn á facebooksíðu okkar

Aðstandendur hátíðarinnar þakka öllum sem komu og tóku þátt kærlega fyrir komuna og vonum að þið hafið skemmt ykkur vel, við erum amk mjög ánægð með helgina og hlökkum til að sjá ykkur aftur að ári, eða 13-15 júlí 2018