Nýir styrktaraðilar

Síðastliðnar vikur höfum við náð samningum við nýja styrktaraðila en það er Bætiefnabúllan sem mun styrkja okkur veglega með alla orkudrykki og gel á hátíðinni og svo SÍBS verslun sem mun gefa Inov8 skó í verðlaun. Við erum mjög ánægð með þessa nýju styrktaraðila og frábært að bæta þeim við aðra styrktaraðila okkar.

Annars er skráning í fullum gangi, orðið fullt í Enduro sumarfagnaðinn en þar hafa 100 manns skráð sig. Enn er laust í aðrar greinar hátíðarinnar og hvetjum við keppendur til að skrá sig tímanlega því eins og við höfum áður nefnt þá er möguleiki á að við verðum að loka á skráningar í 24 og 10 km Vesturgötu. Það er aðallega vegna skorts á rútum en við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri í það verkefni

Verið er að vinna í hæðarkortum fyrir öll hlaupin og Vesturgötuhjólreiðarnar og munum við birta þau um leið og þau verða tilbúin