Þá er skráning farin af stað og eru komnar þó nokkrar skráningar, sérstaklega gaman að sjá hve margar skráningar eru í þríþrautina okkar… en nú var að bætast við enn einn dagskrárliður á hátíðina en það er Enduro Ísland Sumarfagnaður sem er haldinn í samstarfi við Enduro Ísland. Þeir munu sjá um alla skipulagningu við greinina með aðstoð frá okkur og erum við mjög spennt að sjá hvernig mun til takast. Skráning er hafin á þá grein einnig og hvetjum við alla til að skrá sig tímanlega og athuga að það er ekki hægt að skrá sig á staðnum í þann lið.

Annars er undirbúningur á fullu, verið að vinna í nýjum og flottum verðlaunum, kominn samstarfssamningur við fleiri flott fyrirtæki og mikill hugur í fólki.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar á Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum 12-15 júlí…