Forskráning

Forskráningu lýkur miðvikudaginn 11. júlí klukkan 12.00 á hádegi  hér en eftir það verður hægt að skrá sig á eftirfarandi stöðum:

Fimmtudagur 12. júlí frá klukkan 17.00: Skráning og afhending gagna í Skálavíkurhlaup  í íþróttahúsinu í Bolungarvík (athugið bara Skálavíkurhlaup)

Föstudagur 13. júlí frá klukkan 11.00-19.00: Skráning og afhending gagna fyrir aðrar greinar hátíðarinnar í versluninni Craftsport Austurvegi 2 Ísafirði

Laugardagur 14. júlí frá klukkan 9.00: Skráning og afhending gagna fyrir Vesturgötuhjólreiðar, skemmtiskokk, skemmtihjólreiðar og Vesturgötuhlaup í tjaldi fyrir utan íþróttahúsið á Þingeyri

Sunnudagur 15. júlí frá klukkan 7.30: Skráning og afhending gagna fyrir Vesturgötuhlaup í tjaldi fyrir utan íþróttahúsið á Þingeyri

Athugið að fjöldatakmarkanir eru í 24 km og 10 km Vesturgötuhlaup og því er ekki víst að hægt sé að skrá sig eftir að forskráningu lýkur en við munum tilkynna það þegar nær dregur

 

Fjöldi útdráttarverðlauna frá fyrirtækjum á Vestfjörðum verða dregin út fyrir hátíðina en aðeins fyrir þá sem eru forskráðir og því er til mikils að vinna að ganga frá skráningunni sem fyrst….