Aldurstakmörk og tímamörk

Í ár verða nokkur aldurstakmörk en það er gert vegna reglna frá Frjálsíþróttasambandi Íslands en einnig vegna reynslu síðustu ára.

Í sjósundinu verður aldurstakmarkið 16 ár (fædd 2002)

Í Arnarneshlaupinu verður aldurstakmark í 10 km 12 ár (fædd 2006) og í 21,1 km 15 ár (fædd 2003) og er það skv reglum FRÍ um götuhlaup.

Í Vesturgötuhlaupinu og Skálavíkurhlaupinu eru í raun ekki aldurstakmörk en við höfum verið að miða við reglur frá FRÍ um götuhlaup og miðum við þá við að 2006 og eldri  mega hlaupa stystu hlaupin (10 og 13 km) og 2003 og eldri lengri hlaupin (20 og 24 km) en 45 km hlaupið sé aðeins fyrir 18 ára og eldri.

Í Vesturgötuhjólreiðunum er aldurstakmark 16 ár (2002 og eldri).

 

Varðandi tímamörk þá eru aðeins tímamörk í Skálavíkurhlaupinu og miðum við við að keppendur verði komnir upp Skálavíkurheiðina (ca 6 km) eftir klst. Þessi takmörkun á aðeins við þá sem eru að fara 20 km og gefst þeim þá kostur á að stytta hlaupið og klára 13 km hlaupið.