Þá hefst undirbúningur fyrir hlaupahátiðina formlega en skráning hefst mánudaginn 26. febrúar á síðunni okkar, hlaupahatid.is. Ný grein verður á hátíðinni í ár en það verður Skálavíkurhlaup sem er utanvegahlaup sem hefst í Skálavík og endar við sundlaugina í Bolungarvík. Við erum mjög spennt fyrir þessu hlaupi en hægt verður að velja um tvær vegalengdir og mun sú lengri taka smá útúrdúr upp á Bolafjall áður en haldið er til Bolungarvíkur.

Nánari upplýsingar koma á næstu dögum og vikum…