Þá er fyrsta degi Hlaupahátíðarinnar lokið en Skálavíkurdagurinn var í dag.Í 19 km Skálavíkurhjólreiðum voru það Anna María Daníelsdóttir og Þorsteinn Másson sem sigruðu, í 12 km Skálavíkurhlaupi voru það Kristjana Milla Snorradóttir og Henrik Andersen sem sigruðu og í 19 km hlaupinu voru það hjónin Rannveig Halldórsdóttir og Kristbjörn Róbert Sigurjónsson sem komu, sáu og sigruðu

Öll úrslit eru komin hér

Við þökkum fyrir daginn og minnum á að afhending gagna heldur áfram á morgun á Ísafirði frá klukkan 11-19 en á morgun fara einnig fram sjósund og Arnarneshlaupið

Á laugardag flytjum við okkur svo til Þingeyrar og þar verður hægt að sækja gögn fyrir greinarnar á laugardag og sunnudag

Þó svo að skráningu sé lokið þá verður hægt að skrá sig á staðnum í skemmtihjólreiðar og skemmtiskokk sem er hugsað sem fjölskylduskemmtun þar sem allir geta tekið þátt og allir vinna. Krakkarnir fá númer og spenninginn sem því fylgir og svo fá allir verðlaun þegar komið er í mark.