Sjósund og Arnarneshlaup

Í dag fór fram sjósund í aðstöðu Sæfara á Ísafirði en hægt var að velja um að synda 500 og 1500m vegalengdir. Í 1500m sjósundinu voru sigurvegarar hjónin Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson en í 500m voru það Aníta Björk Jóhannsdóttir og Bjarki Freyr Rúnarsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Í kvöld fór svo fram Arnarneshlaupið en þar voru sigurvegarar í 21,1 km hlaupinu Katrín Sif Kristbjörnsdóttir og Rúnar Sigurðsson og í 10 km hlaupinu voru það þau Gígja Björnsdóttir og Sigurður Karlsson sem komu fyrst í mark.

Öll úrslit eru á timataka.net

Á morgun heldur svo dagskráin áfram á Þingeyri en þar fara fram Vesturgötuhjólreiðar sem er 55 km fjallahjólakeppni og eru í dag skráðir rúmlega 160 keppendur. Þegar búið er að starta þeim þá verður skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna við íþróttahúsið á Þingeyri sem er bæði skemmtihjólreiðar og skemmtiskokk. Skráning er á staðnum á morgun, engin þátttökugjöld og allir vinna.