Hátíðin hefst á morgun

Þá er þetta að bresta á, Hlaupahátíðin 2021 hefst á morgun. Allt að verða tilbúið og veðurspáin lofar góðu. Strákarnir með pop up verlsun 66°norður eru að koma sér fyrir á skráningarskrifstofunni á Ísafirði og munum við opna með bros á vör í fyrramálið klukkan 11.00.

Á morgun verður dagskráin okkar í Bolungarvík en þá verða Skálavíkurhjólreiðarnar og Skálavíkurhlaupið. Startið í þeim greinum er í Skálavík en markið við tjaldsvæðið í Bolungarvík og tilvalið fyrir alla að koma og horfa á keppendur koma í mark en búist er við fyrstu keppendum um klukkan 21.00

er gott að skoða en þar er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um hátíðina. Einnig verður facebook síða hátíðarinnar mest notuð um helgina en eitthvað sett hér inn líka.

Öll úrslit verða aðgengileg hér á timataka.net og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu frá öllum viðburðum hátíðarinnar.