Blue Flower


Þá er skráning hafin fyrir Hlaupahátíðina 2017, sjá link hér til hliðar. Við erum að vinna í nýrri heimasíðu sem verður tilbúin innan tíðar

Registration for the Running festival 2017 is now open, see link on the right.  We are working on new website in english and it will be open soon

 

 

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 14-16 júlí 2017

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2017 fer fram eins og alltaf þriðju helgina í júlí sem verður 14-16 júlí 2017. Dagskráin verður með svipuðu móti og undanfarin ár og hvetjum við keppendur til að taka helgina frá og mæta vestur og eiga frábæra daga hér þar sem allir í fjölskyldunni geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skráning hefst fljótlega á nýju ári á heimasíðunni okkar, hlaupahatid.is

 

 


 

Vesturgötuhlaup og Þríþraut

Þá er Vesturgötuhlaupinu lokið þetta árið en það voru 155 keppendur sem tóku þátt í ár í þremur mismunandi vegalengdum. Sett voru tvö brautarmet, annað í 45 km hlaupi karla og hitt í 24 km hlaupi kvenna.

Í 45 km hlaupinu var það Kári Steinn Karlsson sem bar sigur úr býtum á tímanum 2:54:01 en það er bæting á brautarmetinu um 41 mínútur. Næstu tveir karlar, Þorbergur Ingi Jónsson og Henrik Andersen, voru einnig vel undir gamla metinu. Fyrsta konan í 45 km hlaupinu var Sonja Sif Jóhannsdóttir á tímanum 4:35:59. Alls voru 26 þátttakendur í 45 km hlaupinu en mest hafa verið 7 þannig að þetta er margföld aukning og vonumst við til að þessi þróun haldi áfram.

Í 24 km hlaupinu var það Rannveig Oddsdóttir sem sigraði í kvennaflokki á tímanum 1:44:48 en það er bæting á besta tíma um 34 sekúndur og í karlaflokki var það Matthew Walker sem sigraði á tímanum 1:41:20. Alls voru 81 keppendur í 24 km hlaupinu en það er mesti fjöldi í mörg ár.

Í 10 km hlaupinu var það Natalie Fowler sem sigraði í kvennaflokki á tímanum 55:25 og í karlaflokki var það Haraldur Jóhann Hannesson sem sigraði á tímanum 41:28. Alls voru 48 keppendur í 10 km hlaupinu.

Þríþrautinni lauk einnig í dag en í henni hafa keppendur synt 500m, hjólað 55km og hlaupið 24 km. Sigurvegari í karlaflokki var Sigurður S Nikulásson á tímanum 5:15:24 og í kvennaflokki var það Sigríður Ásta Guðjónsdóttir sem sigraði á tímanum 6:57:26

Öll úrslit eru komin hér

Fleiri myndir munu koma inn á síðuna von bráðar


Skipuleggjendur Hlaupahátíðar á Vestfjörðum þakka öllum keppendum og aðstandendum þeirra kærlega fyrir komuna á hátíðina í ár, veðrið lék aldeilis við okkur, slegin voru met og síðast en ekki síst skemmtu allir sér vel í góðra vina hópi. Hlaupahátíðin er unnin að mestu leyti í sjálfboðavinnu en einnig erum við styrkt að fjölmörgum fyrirtækjum og sveitarfélögum, annað hvort með styrkjum eða gjöfum og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir því án þess stuðnings væri hátíðin ekki til.

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2017 verður dagana 14-16 júlí þannig að þið takið helgina frá og við lofum að taka vel á móti ykkur. Takk fyrir okkur ;)

 

 


Vesturgötuhjólreiðar og fjölskyldudagskrá á Þingeyri

Annar dagur  hátíðarinnar hófst þegar 55 km Vesturgötuhjólreiðum var startað klukkan 10 í morgun. Metþátttaka var í keppninni þetta árið en það voru 112 skráðir til leiks en það voru 104 sem kláruðu keppnina. Sigurvegari í karlaflokki var Ingvar Ómarsson á tímanum 2:18:33 og fyrst í kvennaflokki var Erla Sigurlaug Sigurðardóttir á tímanum 3:00:29. Þau urðu jafnframt Íslandsmeistarar í maraþonfjallahjólreiðum  ásamt Gústaf Darrasyni og Kristín Edda Sveinsdóttur sem urðu Íslandsmeistarar í unglingaflokki.

Öll úrslit dagsins eru hér

Í dag var einnig haldin dagskrá fyrir fjölskylduna þar sem hægt var að velja um að fara í skemmtiskokk, skemmtihjólreiðar og jóga og voru fjölmargir sem lögðu leið sína til Þingeyrar og voru með okkur. Veðrið var frábært í dag þó svo að lognið hafi verið að flýta sér aðeins of mikið...

Á morgun heldur svo dagskráin áfram með Vesturgötuhlaupinu og hefst 45 km hlaupið klukkan 8:00, 24 km klukkan 11:00 og 10 km klukkan 12:45. Öll hlaupin enda á Sveinseyri og hvetjum við alla að mæta og hvetja hlauparana þegar þeir koma í mark en við gerum ráð fyrir að fyrstu hlauparar í 45 km hlaupinu komi í mark um klukkan 11:30 og fyrstu úr 24 km hlaupinu um 12:45.

Myndir frá 21 km Arnarneshlaupi eru hér og frá sjósundinu hér og hér. 

Fleiri myndir munu birtast á morgun

 


Sjósund og Arnarneshlaup

Þá er fyrsta degi Hlaupahátíðar á Vestfjörðum 2016 lokið en í dag fór fram sjósund og Arnarneshlaup. Við störtuðum keppninni klukkan 16 í dag með 500 m sjósundi þar sem 17 vaskir sundmenn og konur stungu sér í sjóinn. Fyrstur í karlaflokki var Sigurður Nikulásson á tímanum 10:07 og í kvennaflokki var það Katrín Pálsdóttir sem var hlutskörpust á tímanum 11:43. Í 1500 m sundinu var það Svavar Þór Guðmundsson sem var fljótastur á tímanum 30:38 og var Arna Lára Jónsdóttir hlutskörpust í kvennflokki á tímanum 35:08

Öll úrslit úr sundinu eru hér

Arnarneshlaup hófst svo í kvöld en þá var hálfmaraþoni startað í Súðavík, þar voru 16 manns sem tóku þátt og þar af var einn á handhjóli en það var hún Arna Sigríður Albertsdóttir og var hún 55:20 að fara þessa leið. Af hlaupurum var það Kári Steinn Karlsson sem var hlutskarpastur í karlaflokki á tímanum 1:14:20 og Rannveig Halldórsdóttir í kvennaflokki á tímanum 1:44:36.

10 km Arnarneshlaupinu var svo startað af Kirkjubólshlíðinni og voru alls 68 hlauparar sem skiluðu sér í mark. Fyrstur í karlaflokki var Jósep Magnússon á tímanum 35:38 og í kvennaflokki var það Sonja Sif Jóhannsdóttir á tímanum 43:17.

Öll úrslit eru hér

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir daginn og hlökkum til að sjá ykkur aftur á morgun en þá heldur dagskráin áfram á Þingeyri og hefst hún klukkan 10. Þá fer fram skemmtiskokk, skemmtihjóleiðar og Vesturgötuhjólreiðar sem er einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum.

 


Forskráningu lokið

Nú er forskráningu lokið en enn er hægt að skrá sig og ná í gögn á eftirfarandi stöðum:

Verslunin Craftsport á Ísafirði föstudaginn 15. júlí frá 12-18 og í tjaldi við íþróttahúsið á Þingeyri laugardaginn 16.júlí frá klukkan 9

Enn er hægt að skrá sig í allar greinarnar en þó fer að fækka plássum í 24 og 10 km Vesturgötu þannig að ef að einhver á eftir að skrá sig þar þá er sniðugt að fara að ganga frá því sem fyrst

 

 


Nú eru aðeins nokkrir dagar þar til hátíðin hefst og hvetjum við alla til að ganga frá skráningu sem fyrst. Það verður hægt að skrá sig á síðunnni til hádegis fimmtudaginn 14. júlí en eftir það verður tekið við skráningum í versluninni Craftsport fimmtudaginn 14. júlí frá 16-18 og föstudaginn 15. júlí frá 12-18. Einnig verður hægt að skrá sig á laugardeginum á Þingeyri en þó ber að athuga að það getur fyllst í 10 og 24 km Vesturgötu þar sem við erum háð rútum í þær vegalengdir.

Skráningargögn verða einnig afhent í Craftsport á sama tíma og skráning fer fram  og á Þingeyri á laugardegi og sunnudegi.

Endilega fylgist með okkur á facebook en þar munu allar upplýsingar verða settar inn reglulega


 

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum

Vesturgötuhjólreiðar verða þetta árið einnig íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og verður án efa mun allt okkar fremsta hjólreiðafólk mæta til keppni. Annars verður hátíðin með sama sniði og undanfarin ár, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er skemmtiskokk, ofurhlaup eða fjallahjól. Skráning er hafin og fer hún fram hér á síðunni.

Hlökkum til að sjá ykkur á flottustu hátið sumarsins

 


Hlaupahátíð á Vestfjörðum 15-17 júlí 2016

Hlaupahátíðin þetta árið fer fram dagana 15-17 júlí og verður dagskráin með sama sniði og undanfarin ár. Uppfærð dagskrá er komin á netið undir "dagskrá" og hvetjum við alla að kynna sér hana vel. Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessari frábæru hátíð okkar. Arnarneshlaupið verður þreytt í annað sinn í sumar en það tók sem kunnugt er við af Óshlíðarhlaupinu.
Nánari upplýsingar fara að detta inn fljótlega, ma skráning en hún fer fram hér á síðu hátíðarinnar. Þátttökugjald verður óbreytt frá því í fyrra og er það einnig það sama í forskráningu og skráningu á staðnum.


 

Vesturgötuhlaup og Þríþraut

Í dag lauk sjöundu Hlaupahátíðinni með Vesturgöruhlaupinu. Veðrið var ekki alveg eins og best verður kosið en það rættist vel úr og þegar keppendur komu í mark á Sveinseyri var sól og blíða. Það voru rúmlega 100 þátttakendur í hlaupinu í dag og nánast allir sér í mark. Sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru Gígja Björnsdóttir og Vignir Már Lýðsson. Í 24 km voru það Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Benoit Branger sem urðu hlutskörpust og í 45 km hlaupinu voru það Rannveig Halldórsdóttir og Birkir Már Kristinsson sem unnu. Sigurvegarar voru leystir út með glæsilegum gjöfum en sigurvegararnir í vegalengdunum þremur fengu að velja sér lopapeysu, fengu verðlaun frá Craftsport auk þess sem sigurvegarar í 45 km hlaupinu fengu skó frá Afreksvörum. Annað og þriðja sætið fengu að launum handprjónaða vettlinga.

Þríþrautinni lauk einnig í dag en þá kláruðu keppendur í henni 24 km Vesturgötuhlaupið. Sigurvegarar voru þau Margrét Pálsdóttir og Arnar Aðalgeirsson. Þau hlutu í verðlaun gistingu og kvöldverð fyrir tvo á Hótel Ísafirði og geta því hlakkað til að mæta á næstu hátíð.

Öll úrslit eru komin hér

Myndir frá Guðmundi Ágústssyni eru komnar hér

 

Skipuleggjendur Hlaupahátíðarinnar á Vestfjörðum þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna á hátíðina í ár, án ykkar væri engin hátíð. Einnig þökkum við þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og öðrum sem komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir aðstoðina. Styrktaraðilar okkar eru fjölmargir og án þeirra gætum við ekki haft hátíðina með þeim hætti sem við viljum. Fjölmörg útdráttarverðlaun eru í verðlaun sem fyrirtæki á Vestfjörðum hafa gefið  og þökkum við kærlega velvild í okkar garð.

Að lokum viljum við minna á Hlaupahátíðina á Vestfjörðum 15-17 júlí 2016, hlökkum til að sjá ykkur þá og endilega takið vini ykkar með ;)


Svalvogahjólreiðar

Í dag fór fram Svalvogahjólreiðakeppnin á Hlaupahátíðinni. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin er haldin og tókst hún mjög vel. Veðrið lék við keppendur í dag en þeir voru þó sammál um að leiðin hefði verið erfiðari en seinustu ár vegna snjós og mikils vatns i ánum. En allir58 keppendur dagsins skiluðu sér í mark en sigurvegarar dagsins voru Eva Jónasdóttir og Bjarki Bjarnason. Þau hlutu að launum sérhannaða lopapeysu, verðlaun frá Craftsport og gistingu á Núpur Guesthouse í Dýrafirðinum.

Öll úrslit eru hér

Myndir sem Hólmfríður Vala tók eru hér

Í dag var einnig haldið skemmtiskokk og skemmtihjólreiðar og voru þátttakendur um 100 talsins. Hægt var að velja um 2 og 4 km skemmtiskokk og 8 km skemmtihjólreiðar. Hlauparar og hjólarar framtíðarinnar spreyttu sig á brautinni og gáfu þeim eldri ekkert eftir. Á eftir var svo hægt að gæða sér á dýrindis vöfflum og skella sér í útijóga í blíðunni sem var á Þingeyri í dag

Myndir sem Hólmfríður Vala tók eru hér

Myndir frá Guðmundi Ágústssyni eru hér

Á morgun heldur hátíðin áfram með Vesturgötuhlaupinu en þar er hægt að velja um 10, 24 og 45 km hlaup. 45 km hlaupið hefst klukkan 8.00, 24 km klukkan 11.00 og 10 km hlaupið klukkan 12.45. Startið í hlaupunum er á mismunandi stöðum en markið í öllum vegalengdum er við Sveinseyri og hvetjum við gesti að mæta þangað og taka á móti keppendum en von er á fyrstu keppendum í mark upp úr klukkan 12.


Arnarneshlaup

Arnarneshlaupið var haldið í fyrsta skipti í dag og tókst mjög vel. Þátttakendur í 10 km voru 84 talsins og var fyrsta kona Svava Rán Guðmundsdóttir og fyrsti karl Benoit Branger. Í 21,1 km voru keppendur 18 talsins og var fyrsta kona Katrín Sif Kristbjörnsdóttir og fyrsti karl Valur Þór Kristjánsson.

Öll úrslit er hægt að nálgast hér

Myndir frá Guðmundi Ágústssyni eru hér

Hátíðin heldur áfram á morgun en þá fer fram Fjallahjólreiðar (klukkan 10.00), skemmtihjólreiðar (klukkan 10.15) og skemmtiskokk (klukkan 11.30) en allar greinarnar verða haldnar á Þingeyri. Þar verður einnig boðið upp á vöfflur og útijóga fyrir keppendur og gesti þeirra.


Sjósund

Þá er sjósundið búið þetta árið og voru sigurvegarar í 500 m sjósundinu Ingibjörg Kristjánsdóttir og Hafþór Rafn Benediktsson og í 1500m voru það Margrét Jóhanna Magnúsdóttir og Finnur Sveinsson

Öll úrslit eru hér

Einnig eru myndir komnar hér


 

Forskráningu lýkur miðvikudaginn 15. júlí klukkan 12.00


Forskráningu lýkur klukkan 12 miðvikudaginn 15. júlí. Eftir að henni lýkur verður hægt að skrá sig og sækja gögn á eftirtöldum stöðum:

Verslunin Craftsport Austurvegi 2 Ísafirði

Fimmtudaginn 16. júlí  milli 16 og 18

Föstudaginn 17. júlí milli 12 og 18

 

Íþróttahúsið á Þingeyri (tjald)

Laugardagurinn 18. júlí frá klukkan 9

 


 

Mæling á Arnarneshlaupi

Mæling á Arnarneshlaupinu fór fram í vikunni, hálfmaraþonið mun hefjast við íþróttahúsið í Súðavík og hlaupið verður eftir þjóðveginum sem leið liggur til Ísafjarðar þar sem hlaupið endar á Silfurtorgi. Drykkjarstöðvar verða fjórar, við ca 5,10,14 og 18 km. Þar verður boðið upp á vatn og orkudrykk frá Ölgerðinni en við 18 km verður einnig boðið upp á banana og súkkulaði. 10 km hlaupið mun hefjast uppi á Arnarneshæðinni og verður brautin því frekar hröð, aðeins um tvær litlar brekkur á leiðinni. Drykkjarstöðvar verða tvær í 10 km hlaupinu, eftir ca 3 og 7 km. Myndir af leiðinni munu verða settar inn á heimasíðuna um helgina en einnig mun verða kort af leiðinni í Craftsport meðan skráning og afhending gagna fer fram.

 


 

Þá er skráning á hlaupahátíðina 2015 hafin hér á síðunni, við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst þar sem það auðveldar alla vinnu fyrir skipuleggjendur. Hægt verður að skrá sig á síðunni til klukkan 12.00 miðvikudaginn 15. júlí en eftir það verður hægt að skrá sig og ná í gögn á eftirtöldum stöðum:


Verslunin Craftsport Ísafirði, fimmtudag 16. júli frá klukkan 16-18 og föstudag 17. júlí frá klukkan 12-19.

Íþróttahúsinu á Þingeyri (tjald fyrir utan), laugardag 18. júlí frá klukkan 9 og meðan á dagskrá stendur og á sunnudag 19. júlí frá klukkan 8-11. Þess ber þó að geta að skráning í 24 og 10 km Vesturgötu er háð plássi í rútur og fólk því hvatt til að skrá sig sem fyrst og ekki er víst að pláss sé í þau hlaup á hlaupdegi


Áríðandi tilkynning frá stjórn Hlaupahátíðar á Vestfjörðum:

Óshlíðarhlaup

Eftir að hafa skoðað og metið aðstæður á Óshlíðinni höfum við tekið ákvörðun um að aflýsa Óshlíðarhlaupinu. Aðstæður á hlíðinni eru þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi keppenda á leiðinni. Vegurinn hefur mikið látið á sjá í vetur og er svo komið að á nokkrum stöðum á leiðinni er lítið pláss fyrir hlaupara og því teljum við þetta það eina rétta í stöðunni. Áfram er þó hægt að hlaupa hlíðina og hvetjum við hlaupara til að halda áfram að hlaupa þessa frábæru leið.

Arnarneshlaup

Í staðinn fyrir Óshlíðarhlaup kynnum við nýtt hlaup, Arnarneshlaupið.
Þar verður hægt að velja um 10 og 21,1 km og verður það haldið í fyrsta sinn föstudaginn 17. júlí.
Hálfmaraþonið mun hefjast í Súðavík klukkan 20 en 10 km á Arnarnesinu klukkan 20.40. Bæði hlaupin munu enda á Silfurtorgi líkt og Óshlíðarhlaupið gerði.

FRÍ mun mæla vegalengdina þannig að hlaupin verða lögleg.

Skráning á Hlaupahátíðina hefst í vikunni og hvetjum við alla að taka þátt í flottri hátíð en skráning fer fram á hlaupahatid.is

 

       Aðalstyrktaraðili Hlaupahátíðar á Vestfjörðum
 
 

SKRÁNING 2017 (Registration)


HVERJIR ERU SKRÁÐIR (Registered)


 


Myndaniðurstaða fyrir Ölgerðin


craft


3X


Myndaniðurstaða fyrir newton


Ei


merki


 Myndaniðurstaða fyrir góa


 

Myndaniðurstaða fyrir hraðfrystihúsið-gunnvör hf

  


 


 

  

Ametyst-Bakarinn-Borea-Bræðraborg-Dress up games-Eymundsson-Fótaaðgerðastofan Silfá- Gamla Bakaríið-Guðlaug og Karl-Gústi- Hafnarbúðin-Hamraborg-Hárstofan María-Hárstofan Hár art ehf-Heilsusetur Stebba-Húsasmiðjan-Húsið-Ísafjarðarbíó-Jakob Valgeir-Jóga-Ísafjörður-Jón Ingi Guðmundsson-Jón og Gunna- Kaupmaðurinn-Klæðakot-Lekkert og Smart-Lyfja-Núpur Guesthouse-Rammagerðin-Samkaup-Samskip-Simbahöllin-Sjóvá-Snerpa-Snyrtistofan Mánagull-Snyrtistofan Punt-Sunneva og Kjartan-Særaf-Tjöruhúsið-Verbúðin-Verlsunar Geiri-Vestfirskir Verktakar-Vesturferðir-Wild Westfjords-Þristur