Mikilvægar upplýsingar til þátttakenda á Hlaupahátíð

Loftgæði á Ísafirði í dag, föstudaginn 18. júlí eru slæm og embætti landlæknis hefur gefið út ráðleggingar varðandi mengun sem sjá má hér. Við biðjum þátttakendur á Hlaupahátíð að fylgjast með upplýsingum frá stjórn hátíðarinnar hér og á samfélagsmiðlum okkar. Einnig má fá upplýsingar á loftgaedi.is

Hlaupahátíð hefst á föstudag!

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2025 hefst á morgun og við erum orðin mjög spennt að sjá ykkur og fá að taka þátt í ykkar sigrum. Opið er fyrir fyrir netskráningu í 7 km utanbrautarhlaup, 15 km Óshlíðarhlaup og 24 km Vesturgötu án rútu til kl. 17. Okkur langar að minna sérstaklega á minnisblaðið okkar og að keppendur […]

Hlaupahátíð með breyttu sniði 2025

Hlaupahátíð með breyttu sniði 2025 Hlaupahátíð á Vestfjörðum verður haldin dagana 18. – 19. júlí 2025. Í ár verður hátíðin með breyttu sniði en einblínt verður á kjarna Hlaupahátíðarinnar, hlaupin. Keppnisgreinar fyrri dagsins eru nýjustu hlaup hlaupahátíðarinnar, annars vegar 7 km utanbrautarhlaup þar sem hlaupið er frá gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal og niður í miðbæ Ísafjarðar […]

Tvöföld vesturgata 2024

Úrslit 2024 45 km Vesturgata Tvöföld Vesturgata var ekki ókeypis í dag. Keppendur voru nánast með vindinn í fangið í 45km. Brautin er krefjandi frá upphafi til enda, falleg og skemmtileg. Egill Bjarni Gíslason kom fyrstur í mark á tímanum 3:58:03 og í kvennaflokki sigraði var Guðrún Jóna Arinbjarnadóttir á tímanum 04:40:58. Úrslit 1 sæti […]

Heil Vesturgata 2024

Úrslit 2024 24 km Vesturgata 94 hlauparar kláruðu 24 km vesturgötu í dag. Fyrri helming hlaupsins var kröftugur mótvindur en keppendur létu það ekki á sig fá. Dagur Benediktsson og Kristjana Pálsdóttir standa uppi sem sigurvegarar og við óskum þeim innilega til hamingju. Úrslit 1 sæti Konur Kristjana Pálsdóttir 2 sæti Konur Isobel Grad 3 […]

Hálf Vesturgata 2024

Úrslit 2024 10 km Vesturgata Rásmark í hálfri Vesturgötu er við sjálfan Svalvogavitann en bæði 24km og 45km hlaupa þar í gegn. Keppendur í 10km hvöttu keppendur í lengri vegalengdum og lögðu svo af stað. Sonja Sif og Sigmundur Logi sigruðu hálfa vesturgötu 2024. Úrslit 1 sæti Konur Sonja Sif Jóhannsdóttir 2 sæti Konur Harpa […]

Vesturgötuhjólreiðar 2024

Úrslit 2024 55 km Vesturgötuhjólreiðar Vesturgötuhjólreiðar er kerfjandi en falleg hjólaleið og í dag lögðu 28 hjólarar af stað frá Þingeyri og hjóluðu 55 km hring. Þar af voru nokkur rafhjól en rafhjólaflokkur var nýjung á dagskránni í ár. Sigurvergarar voru Samúel Orri Stefánsson og Berglind Berndsen. Úrslit 1 sæti Karlar Samúel Orri Stefánsson 2 […]

Utanbrautarhlaup 2024

Úrslit 2024 7km utanbrautarhlaup Fleiri brautarmet voru slegin í dag en Guðmundur Kári Þorgrímsson sló brautarmet Rúnars Jóns Hermannssonar frá því í fyrra um rúmar 6 mínútur! Vagnfríður Elsa Kristbjörnsdóttir 13 ára dama gerði sér lítið fyrir og sigraði kvenna flokkinn með yfirburðum. Úrslit 1 sæti Karlar Guðmundur Kári Þorgrímsson 2 sæti karlar Hilmir Freyr […]

Óshlíðarhlaup 2024

Úrslit 2024 15 km Óshlíðarhlaup Brautarmet í bæði kvenna og karla flokki í Óshlíðarhlaupinu! Keppendurnir okkar fengu frábært veður og Dagur Benediktsson og Line Frese Søderlund gerðu sér lítið fyrir og slógu bæði brautarmet. Dagur sló eigið brautarmet frá því í fyrra um 47 sekúndur og hljóp á tímanum 00:54:59. Line sló brautarmet Kristjönu Pálsdóttir […]

500m Sjósund 2024

Úrslit 2024 500m Sjósund Fyrstu sex verðlaunahafar dagsins hafa fengið sín verðlaun eftir kalt sjósund í góðu veðri. Það verður spennandi að sjá hverjir fá seinni 12 verðlaun dagsins í óshlíðarhlaupinu og utanbrautarhlaupinu í kvöld. Úrslit 1 sæti Konur Guðný Birna Sigurðardóttir 2 sæti Konur Sigrún María Bjarnadóttir 3 sæti Konur Edda Vésteinsdóttir 1 sæti […]