Kort af Vesturgötunni

Hér má sjá leiðina af Vesturgötunni Hjólið startar á Þingeyri og endar aftur á Þingeyri. 45k hlaupið startar á Þingeyri og endar á Sveinseyri. 24k startar í Stapadal og endar á Sveinseyri. 10k startar við Svalvogavitann og endar á Sveinseyri.

Skráning

Skráningu lýkur á miðnætti á þriðjudaginn 12. júlí. Ekki er hægt að skrá sig á staðnum heldur einungis rafræn skráning í boði. Hlökkum til að sjá ykkur

Minnum á að skráningar á Hlaupahátíð á Vestfjörðum eru í fullum gangi. Takmarkað pláss er í 10 km og 24 km Vesturgötu (með rútu) þannig að það er um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst.

Síðasti dagur, Vesturgatan

Í dag fór fram síðasti dagur Hlaupahátíðarinnar 2021 í blíðskaparveðri í Dýrafirði. Við störtuðum 45 km hlaupinu klukkan 8.00 á Þingeyri og voru sigurvegarar þar Katrín Sif Kristbjörnsdóttir og Tómas Gíslason. Anna Cecilia Inghammar og Snorri Einarsson sigruðu 24 km hlaupið og Andrea Benedikstsdóttir og Haraldur Jóhann Hannesson sigruðu 10 km hlaupið. Öll úrslit eru…

Vesturgötuhjólreiðar og skemmtidagskrá

Í dag voru sett brautarmet í karla- og kvennaflokki í Vesturgötuhjólreiðum en þau Ingvar Ómarsson og Ágústa Edda Björnsdóttir sigruðu með glæsibrag, Ingvar á tímanum 2.02.15 og Ágústa á tímanum 2.34.02. Aðstæður í dag voru mjög flottar, sól og heitt þó svo að þokan hafi aðeins náð að kæla mannskapinn á leiðinni. Meðan fullorðna fólkið…

Sjósund og Arnarneshlaup

Í dag fór fram sjósund í aðstöðu Sæfara á Ísafirði en hægt var að velja um að synda 500 og 1500m vegalengdir. Í 1500m sjósundinu voru sigurvegarar hjónin Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson en í 500m voru það Aníta Björk Jóhannsdóttir og Bjarki Freyr Rúnarsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Í kvöld fór svo fram…