Hátíðin hefst á morgun!
Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2024 hefst á morgun og við erum orðin mjög spennt að sjá ykkur og fá að taka þátt í ykkar sigrunum.
Lokað hefur verið fyrir netskráningu en þeir sem að vilja skrá sig geta kíkt til okkar á skráningaskrifstofuna eða sent okkur tölvupóst á hlaupahatid@hlaupatid.is með nafni, kennitölu og símanúmeri.
Okkur langar að minna sérstaklega á minnisblaðið okkar og að keppendur kynni sér það vel áður en að lagt er af stað í keppnirnar.
Fyrsrtikeppnisdagur er á morgun en við verðum í skráningarmiðstöðinni okkar, versluninni Djúpið á morgun frá 11-17. Fyrsti viðburður hátíðarinnar er 12 km Skálavíkurhlaup sem hefst kl 20:00. Keppendur koma í mark við sundlaugina í Bolungarvík og við hvetjum alla til að koma og taka á móti þeim, svo jafnvel skella sér í sund eftir á.
Sjáumst á morgun!