Vesturgötuhjólreiðar

Eins og fram hefur komið þá verða Vesturgötuhjólreiðarnar einnig Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum. Það koma tveir dómarar frá HRÍ vestur og sjá til þess að allt fari fram eftir þeirra reglum. Keppendum verður líkt og áður startað öllum saman og verður keppnin í heild eins og undanfarin ár.

Við munum áfram veita verðlaun fyrir 16-39 og 40 ára og eldri en einnig vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjár konur og fyrstu þrjá karla, óháð aldri. HRÍ mun svo krýna Íslandsmeistara skv þeirra reglum.

Brautin er með betra móti þetta árið, búið að moka skaflinn efst uppi og laga vegi sem þurfti að laga. Einhverjar lækjarsprænur eru á leiðinni en ekkert til að hafa áhyggjur af.