Minnum á að skráningar á Hlaupahátíð á Vestfjörðum eru í fullum gangi. Takmarkað pláss er í 10 km og 24 km Vesturgötu (með rútu) þannig að það er um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst.
Hlaupahátíð 2022 – skráning hafin
Skráning er nú hafin í Hlaupahátíð 2022. Vertu með og skráðu þig á netskráning.is Hlökkum til að sjá ykkur
Hlaupahátíð 14. – 17. júlí 2022
Verið er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir opnun í skráningar á Hlaupahátíðina, vonumst til að skráning geti hafist í næstu viku
Síðasti dagur, Vesturgatan
Í dag fór fram síðasti dagur Hlaupahátíðarinnar 2021 í blíðskaparveðri í Dýrafirði. Við störtuðum 45 km hlaupinu klukkan 8.00 á Þingeyri og voru sigurvegarar þar Katrín Sif Kristbjörnsdóttir og Tómas Gíslason. Anna Cecilia Inghammar og Snorri Einarsson sigruðu 24 km hlaupið og Andrea Benedikstsdóttir og Haraldur Jóhann Hannesson sigruðu 10 km hlaupið. Öll úrslit eru…
Vesturgötuhjólreiðar og skemmtidagskrá
Í dag voru sett brautarmet í karla- og kvennaflokki í Vesturgötuhjólreiðum en þau Ingvar Ómarsson og Ágústa Edda Björnsdóttir sigruðu með glæsibrag, Ingvar á tímanum 2.02.15 og Ágústa á tímanum 2.34.02. Aðstæður í dag voru mjög flottar, sól og heitt þó svo að þokan hafi aðeins náð að kæla mannskapinn á leiðinni. Meðan fullorðna fólkið…
Sjósund og Arnarneshlaup
Í dag fór fram sjósund í aðstöðu Sæfara á Ísafirði en hægt var að velja um að synda 500 og 1500m vegalengdir. Í 1500m sjósundinu voru sigurvegarar hjónin Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson en í 500m voru það Aníta Björk Jóhannsdóttir og Bjarki Freyr Rúnarsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Í kvöld fór svo fram…
Fyrsta keppnisdegi lokið
Þá er fyrsta degi Hlaupahátíðarinnar lokið en Skálavíkurdagurinn var í dag.Í 19 km Skálavíkurhjólreiðum voru það Anna María Daníelsdóttir og Þorsteinn Másson sem sigruðu, í 12 km Skálavíkurhlaupi voru það Kristjana Milla Snorradóttir og Henrik Andersen sem sigruðu og í 19 km hlaupinu voru það hjónin Rannveig Halldórsdóttir og Kristbjörn Róbert Sigurjónsson sem komu, sáu…
Hátíðin hefst á morgun
Þá er þetta að bresta á, Hlaupahátíðin 2021 hefst á morgun. Allt að verða tilbúið og veðurspáin lofar góðu. Strákarnir með pop up verlsun 66°norður eru að koma sér fyrir á skráningarskrifstofunni á Ísafirði og munum við opna með bros á vör í fyrramálið klukkan 11.00. Á morgun verður dagskráin okkar í Bolungarvík en þá…
Minnislisti fyrir keppendur
Nú er rúmlega vika í að hátíðin hefjist og hvetjum við ykkur til að skoða meðfylgjandi skjal. Þar koma allar helstu upplýsingar um hátíðina fram, óháð því hvaða grein þið takið þátt í. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 12. júlí og það verður ekki hægt að skrá sig efitr þann tíma en nafnabreyting verður heimiluð…
Tvær vikur í hátíð
Nú eru rétt um 2 vikur í að Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2021 hefst. Eins og áður sagði þá er orðið uppselt í styttri Vesturgötuhlaupin en einhverjir hafa verið að selja miðana sína á facebook og bendum við þeim sem vantar miða að fylgjast með á síðu þar sem heitir hlaup-sala og skipti. Skráningu lýkur á…