Óshlíð 15 km
Ráslína
Íþróttarhúsið í Bolungarvík
Dagsetning
19:00, 19. Júlí 2024
Hækkun
100m
Brautarmet KK
00:54:46
Dagur Benediktsson
2023
Brautarmet KVK
01:03:31
Kristjana Pálsdóttir
2023
Um hlaupið
Hlaupið verður milli bæjarfélaga, frá Bolungarvíkurkaupstað til Ísafjarðar. Hlaupið verður um Óshlíðina en vegurinn þar er aflagður. Óshlíð er mjög brött hlíð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og heitir ysti hluti hennar Óshyrna. Árið 1949 var opnaður vegur um Óshlíð til Bolungarvíkur sem þá fyrst komst í vegasamband. Bolungarvíkurgöng komu árið 2010 í stað vegarins en honum hefur ekki verið haldið við síðan. Frá þeim tíma hefur Óshlíðin mikið verið stunduð sem útivistarsvæði. Vegurinn er malbikaður en hefur látið undan á köflum. Enginn teljandi hækkun er á leiðinni. Vegfarendur þurfa að sýna aðgát því mikið grjóthrun er úr hlíðinni fyrir ofan og eins hefur vegurinn látið mikið á sjá vegna ágangs sjávar og grjóthruns. Hlaupið er næst í gegnum Hnífsdal og þar eftir á malbikuðum göngustíg meðfram Eyrarhlíð áleiðis til Ísafjarðar. Hlaupið endar á Silfurtorgi.
Almennar upplýsingar
Drykkjarstöðvar
- Við vitann á Óshlíðinni eftir um það bil 4 km
- Við upphaf göngustígs meðfram Eyrarhlíðinni eftir um það bil 11 km
Á drykkjarstöðvum verður boðið upp á Collab hydro orkudrykk frá Ölgerðinni og vatn.
ATH að keppendur þurfa að vera með sitt eigið glas.
Brautin
Brautin verður vel merkt en við viljum biðja keppendur að fara varlega þegar hlaupið er um Óshlíðarveg.
Keppendum er bent á að kynna sér vel hlaupaleiðina, hún er vel merkt með gulum merkingum. Brautarverðir verða á þeim stöðum sem gatnamót eru, leiðbeina keppendum og stoppa umferð.
Rútur
Rútur fara frá Pollgötu 4, Ísafirði kl. 18.15
Fá fötin í markið
Keppendur eiga að setja það sem þeir vilja að verði farið með í markið í bíl sem verður við startið og verður því komið til baka inn á Ísafjörð við markið.
Skyldubúnaður
Þeir sem að vilja fá drykk á drykkjarstöð verða að vera með margnota glas.
Aldurstakmark
15 ára
Innsýn í stemminguna
Myndir úr fyrri hlaupum