Skálavík 12 km

Ráslína

Skálavík

Hækkun

380m

Dagsetning

20:00, 18.júlí 2024

Brautarmet KK

00:50:05
Dagur Benediktsson
2024

Brautarmet KVK

00:54:54
Rannveig Oddsdóttir
2022

Um keppnina

Ótrúlega falleg leið og yfirleitt kindur með lömb á hverju strái. Byrjað er við tjaldsvæðið í Skálavík en þar byrjar fljótlega létt hækkun með beinum kafla þar til hlaupið er framhjá sumarhúsunum. Þegar komið er fram hjá þeim kemur lítileg brekka niður á við, vegurinn er svolítið laus í sér með smá holum þannig gott að vera í utanvegaskóm. Eftir niðurbrekkuna kemur strax brekka upp á við með nokkrum hæðum en þegar komið er vel inn í vikina er örlítil niður brekka til að létta aðeins à púlsinum fyrir Skàlavíkurbrekkuna miklu. Þá kemur stífur kafli upp á við með töluverðri hækkun. Þegar komið er upp þann bratta lendir maður á flata en svo er ferðinni heitið niður á við þar sem flogið er niður brekkuna alveg að sveitabænum í Tungu en þá er komið á malbik og ljúf leið í bæinn, smá brekka uppá við þegar kemur að skógræktinni en hlaupið er í gegnum hana og svo sem leið liggur að Íþróttahúsinu þar sem markið er. Eftir hlaupið verður keppendum boðið í sund og mun verðlaunaafhending fara fram á sundlaugarsvæðinu. Þar verður boðið upp á drykki frá Ölgerðinni, banana, súkkulaði og aðra orku.
Almennar upplýsingar
  • Efst á heiðinni ca. 6 km

Á drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Collab hydro orkudrykk og vatn. Athugið að keppendur verða sjálfir að vera með sitt glas.

Rúta fer frá Íþróttahúsinu í Bolungarvík kl 19.15. Athugið að ekki er rúta á Ísafjörð eftir hlaupið.

Ekki er gert ráð fyrir miklum tíma til að hita upp í Skálavík og því er gott að vera búinn að því áður en farið er í rútuna

Keppendur eiga að setja það sem þeir vilja að verði farið með í markið í bíl sem verður við startið og verður því komið í markið.

Þeir sem að vilja fá drykk á drykkjarstöð verða að vera með margnota glas.

13 ára

Innsýn í stemninguna

Myndir úr fyrri keppnum

Skilaboð frá keppendum

„Þetta hlaup sem byrjar í Skálavík (sem ég kalla Hornstrandir sjóveika mannsins), byrjar sakleysislega en skellir svo framan í mann djöfullegri brekku upp í fjallaskarðið. Það er samt allt þess virði þegar maður getur húrrað sér á hvínandi siglingu niður í Bolungarvíkina. Skógarhlaupið í lokin er rúsínan í pylsuendanum. Frábært hlaup. Fimm spandexbuxur af fimm mögulegum.”
Gylfi Ólafsson
„Skálavíkurhlaupið er skemmtilegt og krefjandi hlaup. Það hefst niður við sjávarmál í Skálavík og þaðan liggur leiðin upp á efsta punkt á Skálavíkurheiði. Á leiðinni eru nokkrar ansi krefjandi brekkur, en árangur erfiðisins er stórkostlegur þegar við manni blasir ægifagurt útsýni yfir Bolungarvíkina. Það er yndislegt að láta sig vaða niður brekkurnar í áttina að markinu með þetta fallega útsýni fyrir framan sig. Mæli með þessu hlaupi.”
Rannveig Halldórsdóttir