Við startið er búningaaðstaða en leyft er að synda í blautbúningi. Keppendur fá hressingu eftir keppnina og komast í sturtu í aðstöðu Sæfara við markið einnig er Sundhöll Ísafjarðar við Austurveg opin til klukkan 22:00.
Synt verður út frá aðstöðu Sæfara og að bauju sem er í 250m fjarlægð. Synt sömu leið til baka.
Kayakar og kafarar verða á staðnum og fylgja keppendum en einnig motorbátur frá Björgunarfélaginu.
Keppnin er í fjörunni við siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, rétt við hliðina á Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað.
Eftir sundið verður boðið upp á vatn, Collab Hydro orkudrykk, súkkulaði og banana.
16 ára
Myndir úr fyrri keppnum