Heil Vesturgata 24 km

Ráslína

Stapadal í Arnarfirði

Dagsetning

11:00, 21. Júlí 2024

Hækkun

400m

Brautarmet KK

01:27:32
Kári Steinn Karlsson
2011

Brautarmet KVK

01:44:48
Rannveig Oddsdóttir
2016

Um hlaupið

Hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem gjarnan er kenndur við Sléttanes eða Svalvoga, stundum kallaður Fjallaskagi en kannski oftast nefndur Vestfirsku alparnir. Fyrir skagann er enginn þjóðvegur en þar er stórmerkilegur og löngu landsþekktur ýtuvegur, einkaframtak Elísar Kjaran á áttunda áratugnum.

Rásmakir í heilli Vesturgötu er rétt neðan Stapadalsbæinn. Þaðan liggur leið hlaupara úr báðum þessum vegalengdum eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal og áfram fyrir Sléttanes að Svalvogum. Nálægt Svalvogum er rásmark í hálfri Vesturgötu. Þaðan er hlaupið að Dýrafjarðarmynni, eftir syllunni í Hrafnholunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörinn að Sveinseyri. Þar er endamark í öllum hlaupunum. Hlaupið er niður brekku í lokin þannig að allir koma í mark af mikilli reisn.

Endamark hlaupsins er á Sveinseyri sem er í nokkra km fjarlægð frá Þingeyri. Þar bíða keppenda bæði drykkir og léttar veitingar. Rútur selflytja keppendur eftir þörfum inn á Þingeyri.

Almennar upplýsingar
  • Eftir um það bil 6 km, Lokinhamradalur
  • Eftir um það bil 12 km, Sléttanes
  • Eftir um það bil 18 km, í mynni Keldudals
  • Eftir um það bil 22 km

Á drykkjarstöðvum verður boðið upp á Collab hydro orkudrykk frá Ölgerðinni og vatn.

ATH að keppendur þurfa að vera með sitt eigið glas.

Brautin verður vel merkt en við viljum biðja keppendur að fara varlega þegar hlaupið er um Óshlíðarveg.

Keppendum er bent á að kynna sér vel hlaupaleiðina, hún er vel merkt með gulum merkingum. Brautarverðir verða á þeim stöðum sem gatnamót eru, leiðbeina keppendum og stoppa umferð.

Rútur fara frá Íþróttahúsinu á Þingeyri kl. 9.00 mæting er kl. 8.45

Keppendur eiga að setja það sem þeir vilja að verði farið með í markið í bíl sem verður við startið og verður því komið til í markið.

  • Margnota drykkjarílát (ekki glös á drykkjarstöðvum)
  • Hvetjum keppendur til að klæða sig eftir veðri

16 ára

Innsýn í stemminguna

Myndir úr fyrri hlaupum

Skilaboð frá hlaupurum

“Hrikalega flott hlaupaleið í skemmtilegasta hlaupi ársins, mundu að horfa í kringum þig og njóta. Og ekki gleyma kleinunum í markinu á Sveinseyri.”
Gísli Einar Árnason
“Vesturgatan er skemmtilegasta hlaupaleið sem að ég hef farið. Ég er ekki mikið að hlaupa langt en fannst þetta samt ótrúlega gaman, hljóp með systur minni og við fórum þetta á gleðinni.”
Unnur Guðfinna Daníelsdóttir
“A review from a customer who benefited from your product. Reviews can be a highly effective way of establishing credibility and increasing your company's reputation.”
albert Jónsson