Almennar upplýsingar
SKRÁNINGAMIÐSTÖÐIN
Afhending keppnisgagna fer fram í skráningamiðstöðinni en einnig verður hægt að nálgast keppnisgögn á keppnisdeginum sjálfum í hverri grein fyrir sig, um það bil einni klst fyrir rástíma/rútuferðir.
Staðsetning:
Verslunin Djúpið, Pollgata 4, 400 Ísafjörður
Opnunartímar:
11:00-17:00 Fimmtudagur 18. Júlí
11:00-18:15 Föstudagur 19. Júlí
Verðlaun
- Engir þátttökuverðlaunapeningar verða og eru það umhverfissjónarmið sem ráða því.
- Fyrir fyrstu þrjá í hverri grein, óháð aldri, verða veitt verðlaun frá 66 gráður norður ásamt verðlaunum sem eru framleidd eða nýtast á Vestfjörðum.
Rútur
Hægt er að lesa nánar um hvenær rútur fara inn á hverri keppnisgrein fyrir sig.