Brautarmet í bæði kvenna og karla flokki í Óshlíðarhlaupinu! Keppendurnir okkar fengu frábært veður og Dagur Benediktsson og Line Frese Søderlund gerðu sér lítið fyrir og slógu bæði brautarmet. Dagur sló eigið brautarmet frá því í fyrra um 47 sekúndur og hljóp á tímanum 00:54:59. Line sló brautarmet Kristjönu Pálsdóttir frá því í fyrra um 50 sekúndur og hljóp á tímanum 01:02:41.