Hjólað er frá Þingeyri að flugvellinum í Dýrafirði og síðan inn Kirkjubólsdal, yfir Álftamýrarheiði í 544 m hæð áður en haldið er eftir langri, grófri en nokkuð beinni brekku niður Fossdal að sjó í Arnarfirði. Athugið að framarlega í Fossdal, skömmu áður en komið er niður að sjó, eru vegamót. Þar eiga keppendur að beygja til hægri, út fjörðinn. Frá Fossdal liggur leiðin yfir í Stapadal og síðan eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal, áfram fyrir Sléttanes að Svalvogavita, eftir syllunni í Hrafnhólunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörðinn að Þingeyri aftur og í mark við sundlaugina. Athugið að undirlagið er gróft og því nauðsynlegt að vera á góðum dekkjum.
Almennar upplýsingar
Drykkjarstöðvar
Drykkjar/orkustöðvar verða tvær á leiðinni en keppendum er bent á að taka með sér orku til að hafa meðferðis
Eftir um það bil 12km, upp i skarði
Eftir um það bil 35km, út á nesi
Boðið upp á vatn og Collab Hydro orkudrykk
Skyldubúnaður
Hjálmur
Þeir sem að vilja fá drykk á drykkjarstöð verða að vera með margnota glas.
Aldurstakmark
16 ára
Öryggi
Bílar fylgja keppendum
Björgunarsveitarbíll fylgir síðasta hjólara
Vakt niður Fossdalinn
Hjálmaskylda
Tímataka
Flagan er í númerinu og þarf að festa það við hjólið.
„Vesturgatan er ein skemmtilegasta hjólakeppni sem ég hef tekið þátt í. Það er einstök upplifun að klífa Kirkjubólsdalinn og þjóta svo niður Fossdalin umvafinn stórbrotinni náttúru!”
Halldóra Gísladóttir
„Ein skemmtilegasta fjallahjólaleið á landinu. Fyrir mér er fátt skemmtilegra en að klifra upp í Kvennaskarðið og þjóta niður í fjöruna hinum megin. Að hjóla veginn meðfram sjónum er engu líkt og alltaf gaman að koma aftur inn á Þingeyri, beint í vöfflur með rjóma!"