Vesturgötuhjólreiðar og skemmtidagskrá

Í dag voru sett brautarmet í karla- og kvennaflokki í Vesturgötuhjólreiðum en þau Ingvar Ómarsson og Ágústa Edda Björnsdóttir sigruðu með glæsibrag, Ingvar á tímanum 2.02.15 og Ágústa á tímanum 2.34.02. Aðstæður í dag voru mjög flottar, sól og heitt þó svo að þokan hafi aðeins náð að kæla mannskapinn á leiðinni.

Meðan fullorðna fólkið hjólaði þá skemmtu krakkarnir sér í skemmtihjólreiðum, skemmtiskokki, fóru í jóga, átu vöfflur og ís og fóru á tónleika, gerist varla betra

Á morgun er svo lokadagurinn og hefst dagskráin klukkan 8.00 þegar 45 km Vesturgötuhlaupi verður startað. Við hlökkum til að sjá ykkur á morgun í sælunni fyrir vestan.