Eins og staðan er núna er veðurspáin mjög slæm fyrir morgundaginn og föstudaginn. Við förum á fund í fyrramálið með mönnum frá Veðurstofunni og verður tekið ákvörðun um hvernig greinum þá daga verður háttað. Ekki er á dagskránni að aflýsa neinni grein nema mögulega sjósundinu en endanlega ákvörðun verður tekin í fyrramálið.

Laugardagurinn og sunnudagurinn líta mun betur út en þeir gerðu í upphafi viku og því ekkert á dagskránni að breyta neinu þar.

Nánari upplýsingar koma í fyrramálið