Hækkun 72 m

Þetta er nokkuð auðveld braut með mikilli lækkun og hentar því flestum þátttakendum. Hlaupið verður frá gönguskíðasvæði Ísafjarðarbæjar (Seljalandsdal) þar sem farið verður eftir hjóla og göngustígum í nágrenni við Seljalandsveg. Einnig verður hlaupið á varnargörðum ofan við Ísafjarðarbæ. Utanbrautarhlaupið sameinast Óshlíðarhlaupinu á hringtorginu þegar um það bil einn km er eftir í markið en hlaupið endar á Silfurtorgi.

Drykkjarstöðvar

  • Engin drykkjarstöð, enda verður þetta fljótt afstaðið.

Rástími

  • Hlaupið hefst frá Skíðagönguskálanum á Seljalandsdal, Ísafirði kl 19:30.
  • Keppendur þurfa sjálfir að koma sér í rásmarkið.

Skyldubúnaður

  • Engin

Aldurstakmark

  • 12 ára.