Tvær vikur í hátíð

Nú eru rétt um 2 vikur í að Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2021 hefst. Eins og áður sagði þá er orðið uppselt í styttri Vesturgötuhlaupin en einhverjir hafa verið að selja miðana sína á facebook og bendum við þeim sem vantar miða að fylgjast með á síðu þar sem heitir hlaup-sala og skipti.

Skráningu lýkur á miðnætti 12. júlí og verður ekki hægt að skrá sig eftir þann tíma og nafnabreyting einnig óheimil. Það er mikil vinna að setja í umslög og þar sem nánast allt starf hátíðarinnar er unnið í sjálfboðavinnu þá tekur langan tíma að vinna úr skráningum þar sem margir eru í fleiri en einni grein.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá bendum við á heimasíðuna okkar, hlaupahatid@hlaupahatid.is og reynum við að svara fyrirspurnum sem fyrst.