Þríþraut Hlaupahátíðarinnar stendur yfir í þrjá daga og samanstendur af 500 m sjósundi á föstudegi, 55 km Vesturgötuhjólreiðum á laugardegi og 24 km Vesturgötuhlaupi á sunnudegi.

Þríþrautin var í fyrsta sinn haldin árið 2011 og kláruðu þá 9 þátttakendur alla þrautina. Mikil ánægja var með þrautina og vonumst við til að þátttakan verði enn meiri þetta árið. Sundið fer fram á föstudegi, hjólreiðarnar á laugardegi og hlaupið á sunnudegi en þátttakendur í þrautinni eru líka að keppa í hverri grein fyrir sig.

Upplýsingar um hverja grein er að finna undir flipunum merktir sjósund, Vesturgötuhjólreiðar og Vesturgata.

Skráning er hafin á hlaupahatid.is og stendur skráning til miðnættis mánudaginn 12.júlí.