Styttist í hátíðina

Skráningu lýkur á miðvikudag í næstu viku á hádegi. Ekki verður hægt að skrá sig eftir að skráningu á netinu lýkur og er það vegna tilmæla frá Almannavörnum.

Verið er að reyna að fá fleiri rútur í 24 km Vesturgötu og ætti það að koma í ljós á morgun hvort það gengur, þá verða þeir sem eiga sæti á biðlista látnir vita og öðrum boðið sæti ef fleiri eru í boði.

Við munum vera með hanska og spritt á sem flestum stöðum og mælumst við til þess að keppendur og gestir þeirra virði þau takmörk sem verða sett á hátíðinni. Ekki verða veitt þátttökuverðlaun í ár og heldur ekki verðlaun í flokkum. Hins vegar verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjár í hverri grein líkt og áður. Einnig eru fjölmörg útdráttarverðlaun í boði og verður dregið úr þeim áður en afhending á gögnum verður og keppendum afhent um leið og þeir sækja gögnin sín.