Staðan í lok maí

Í dag er orðið uppselt í 10 km og 24 km Vesturgötuhlaupin og fá pláss eftir í 24 km hlaupið án rútu. Skráning gengur vel í aðrar greinar hátíðarinnar en engin takmörk eru á skráningu í þær greinar.

Vakin er athygli á að skráningu á netinu lýkur mánudaginn 12. júlí og ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Annars er undirbúningur í fullum gangi og hlökkum við til að taka á móti þátttakendum og aðstandendum þeirra, við lofum miklu fjöri, tónleikum og látum…..