Mismunandi er eftir greinum hvaða búnað þarf að hafa meðferðis í greinar hátíðarinnar. Í öllum utanvegahlaupunum eru ekki einnota glös og þurfa því keppendur að hafa meðferðis brúsa eða margnota glas til að nota á leiðinni.
12 og 19 km Skálavíkurhlaup
- Margnota glas eða brúsi (ekki glös á drykkjarstöðvum)
55km Vesturgötuhjólreiðar
- Margnota glas eða brúsi (ekki glös á drykkjarstöðvum)
- Athugið að rafhjól eru ekki leyfileg í keppninni
45 km Vesturgötuhlaup
- Margnota glas eða brúsi (ekki glös á drykkjarstöðvum)
- Álteppi og flauta
- Jakki
- Orka sem samsvarar amk 500 kcal
Mögulegur skyldubúnaður, fer eftir veðurspá og verða keppendur látnir vita 1-2 dögum fyrir hlaupið
- Buff/húfa og vettlingar
- Háir sokkar/kálfahlífar eða síðbuxur
24 km og 10 km Vesturgötuhlaup
- Margnota glas eða brúsi (ekki glös á drykkjarstöðvum)
Að sjálfsögðu hvetjum við keppendur til að klæða sig eftir veðri og fara ekki af stað án þess að gera ráð fyrir því að aðstæður geta verið verri á leiðinni en í starti. Þetta á sérstaklega við í lengri Vesturgötuhlaupunum. Einnig ber að hafa í huga að í Vesturgötunni þá er GSM samband mjög stopult og því getur liðið einhver tími þar til aðstoð kemur ef eitthvað kemur uppá á leiðinni.