Skráning í fullum gangi

Nú er rétt um mánður til stefnu og í dag datt inn skráning nr. 100 sem þýðir að 100 einstaklingar eru skráðir til keppni en þeir eru alls skráðir í 155 greinar. Mikil skráning er í þríþrautina sem er mjög ánægjulegt en þýðir að plássum í 24 km Vesturgötuna fækkar hratt þar sem við erum háð rútum í þá vegalengd og þær eru ekki á hverju strái eins og staðan er í dag.

Skráning verður á hlaupahatid.is til hádegis miðvikudaginn 17. júlí en heldur svo áfram fimmtudag til sunnudags á skráningarstöðum okkar sem verða auglýstir þegar nær dregur.