Skemmtihjólreiðar og skemmtiskokk

Við höfum ákveðið að fella niður skráningargjald í skemmtihjólreiðarnar og skemmtiskokkið í ár. Það þarf því ekki að skrá í þær greinar en krakkarnir fá að sjálfsögðu númer fyrir startið og glaðning þegar komið er í mark.

Er þetta gert til að minnka umferð í tjaldinu á Þingeyri þar sem oft er þröngt á þingi og mikið um að vera fyrir startið. Athugið að ekki verða veitt verðlaun fyrir sæti í ár.