Skráning er hafin á hlaupahatid.is og verður hún opin þar til hádegis miðvikudaginn 15. júlí. Á fimmtudag og föstudag verður hægt að skrá sig á skráningarskrifstofu okkar, en nákvæm staðsetning og tímasetning verður gefin út síðar.

Ekki er hægt að skrá sig á staðnum í sjósundið.

Ræst verður í fjöru siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, rétt við hliðina á Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað. Komið verður fyrir baujum sem merkja keppnisleiðirnar.

Keppendur í 500m sjósundinu fara einn hring en keppendur í 1500m fara 3 hringi. Kayakar og kafarar verða á staðnum og fylgja keppendumm en einnig motorbátur frá Björgunarfélaginu.

Sundinu verður startað klukkan 16 föstudaginn 17.júlí og er keppendum bent á að mæta tímanlega, ekki seinna en 15:30. Ekki verður hægt að nálgast gögn á staðnum og er því keppendum bent á að ná í gögnin sín áður. Við tímatöku verður notast við flögukerfi og þurfa keppendur að festa flöguna við hægri fót sinn. Þeir sem taka þátt í þríþrautinni nota sömu flögu í allri þrautinni og því verða þeir að passa vel upp á flöguna sína.

Búningsaðstaða er við startið en leyft er að synda í blautbúningi í báðum vegalengdum. Keppendur fá hressingu eftir keppnina og komast í sturtu í aðstöðu Sæfara við markið.

Súkkulaði, bananar, drykkir frá Ölgerðinni og orkudrykkir frá Bætiefnabúllunni verða í boði fyrir keppendur að lokinni keppni

Verðlaunaafhending er strax eftir sundið