Skráning er hafin á hlaupahatid.is en einnig er hægt að skrá sig fimmtudaginn 13. júlí frá klukkan 16-18 og föstudaginn 14. júlí frá klukkan 12 í versluninni Craftsport á Ísafirði. Þar er einnig hægt að nálgast gögnin sín en í gögnunum mun verða upplýsingablað, sundhetta og flaga.  Athugið að ekki er hægt að skrá sig á keppnisstað.

Ræst verður í fjöru siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, rétt við hliðina á Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað. Komið verður fyrir baujum sem merkja keppnisleiðirnar.

Keppendur í 500m sjósundinu fara einn hring en keppendur í 1500m fara 3 hringi. Kayakar og kafarar verða á staðnum og fylgja keppendumm en einnig motorbátur frá Björgunarfélaginu.

Árið 2016 verður í þriðja skipti keppt í flokkum í sjósundinu, í galla eða í sundfötum. Vonumst við til þess að fleiri taki þátt en eins og allir vita þá er mun auðveldara að synda í galla og því ekki réttlátt að þeir sem kjósa að synda í sundfötum keppi við þá sem eru í galla. Þó ber þess að geta að þeir sem eru að keppa í þríþrautinni ráða hvort þeir gera en ekki er gerður greinamunur á því í heildarúrslitum þrautarinnar

Sundinu verður startað klukkan 16 föstudaginn 14.júlí og er keppendum bent á að mæta tímanlega, ekki seinna en 15:30. Ekki verður hægt að nálgast gögn á staðnum og er því keppendum bent á að ná í gögnin sín áður. Við tímatöku verður notast við flögukerfi og þurfa keppendur að festa flöguna við hægri fót sinn. Þeir sem taka þátt í þríþrautinni nota sömu flögu í allri þrautinni og því verða þeir að passa vel upp á flöguna sína.

Búningsaðstaða er við startið en leyft er að synda í blautbúningi í báðum vegalengdum. Keppendur fá hressingu eftir keppnina og komast í sturtu í aðstöðu Sæfara við markið.

Verðlaunaafhending er strax eftir sundið