Skráning er hafin á hlaupahatid.is og verður hún opin þar til miðnættis mánudagsins 12. júlí. Vegna COVID verður ekki hægt að skrá sig eftir að netskráningu lýkur og hvetjum við því keppendur til að gera það sem fyrst.

Ræst verður í fjöru siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði, rétt við hliðina á Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað. Komið verður fyrir baujum sem merkja keppnisleiðirnar.

Keppendur í 500m sjósundinu fara einn hring en keppendur í 1500m fara 3 hringi. Kayakar og kafarar verða á staðnum og fylgja keppendumm en einnig motorbátur frá Björgunarfélaginu.

Sundinu verður startað klukkan 16 föstudaginn 16. júlí og er keppendum bent á að mæta tímanlega, ekki seinna en 15:30. Ekki verður hægt að nálgast gögn á staðnum og er því keppendum bent á að ná í gögnin sín áður. Við tímatöku verður notast við flögukerfi og þurfa keppendur að festa flöguna við hægri fót sinn. Þeir sem taka þátt í þríþrautinni nota sömu flögu í allri þrautinni og því verða þeir að passa vel upp á flöguna sína.

Búningsaðstaða er við startið en leyft er að synda í blautbúningi í báðum vegalengdum. Keppendur fá hressingu eftir keppnina og komast í sturtu í aðstöðu Sæfara við markið.

Drykkir frá Ölgerðinni, vatn og orkudrykkir frá Bætiefnabúllunni verða í boði fyrir keppendur að lokinni keppni

Verðlaunaafhending er strax eftir sundið