Síðasti dagur, Vesturgatan

Í dag fór fram síðasti dagur Hlaupahátíðarinnar 2021 í blíðskaparveðri í Dýrafirði. Við störtuðum 45 km hlaupinu klukkan 8.00 á Þingeyri og voru sigurvegarar þar Katrín Sif Kristbjörnsdóttir og Tómas Gíslason. Anna Cecilia Inghammar og Snorri Einarsson sigruðu 24 km hlaupið og Andrea Benedikstsdóttir og Haraldur Jóhann Hannesson sigruðu 10 km hlaupið.

Öll úrslit eru hér og munu allar myndir verða aðgengilegar þegar verður búið að vinna þær af ljósmyndurum hátíðarinnar.

Hátíðin í ár tókst frábærlega og skemmdi veðrið alls ekki fyrir. Án keppenda og fjölskyldna þeirra er engin hátíð og því þökkum við öllu því frábæra fólki sem kom á hátíðina um helgina kærlega fyrir komuna og sjáumst við vonandi að ári liðinu. Öllum sjálfboðaliðum og öðru starfsfólki þökkum við einnig, án ykkar værum við ekki neitt…

Næsta hátíð verður 14-17 júlí 2022 og þar ætlar þú að mæta !