Nýjustu fréttir

Nú fer að líða að því að forskráningu ljúki en eins og áður hefur komið fram er hún opin til hádegis á miðvikudag…. þeir sem skrá sig á netinu fara í pott þar sem dregið verður um glæsilega útdráttarvinninga þannig að við hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst

Allir þátttakendur fá glæsileg þátttökuverðlaun þegar þeir ljúka sinni grein en einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjá í hverjum flokki. Aðalverðlaunin eru svo veitt fyrstu þremur konum og körlum í hverri grein óháð aldri og eru þau ma frá 66°norður, Hótel Ísafirði, heimaprjónaðar flíkur frá Þingeyri, skór frá Sportvörum, ferðir frá Vesturferðum, kayakferðir frá Borea, súkkulaði, salt, bækur og harðfiskur að Vestan.

Þó svo að skráningu ljúki á netinu á hádegi á miðvikudag þá opnum við skráningarskrifstofu okkar að Austurvegi 2 Ísafirði á fimmtudag og föstudag en á laugardag og sunnudag færum við okkur yfir til Þingeyrar þar sem hægt er að sækja gögn og skrá sig

Hlökkum til að sjá ykkur á Hlaupahátíðinni 2019…